24 rúður brotnar í Grensáskirkju

24 rúður voru brotnar í Grensáskirkju í nótt
24 rúður voru brotnar í Grensáskirkju í nótt mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Mikil eignaspjöll voru unnin á Grensáskirkju í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var lögregla kölluð þangað um klukkan 00:20 en búið var að brjóta 24 rúður í kirkjunni og ata hurð hennar með rauðri málningu. Skemmdarvargurinn hefur ekki náðst.

Mikill erill hefur verið hjá lögreglunni í alla nótt og er enn en um 150 mál hafa komið til hennar kasta. Að sögn varðstjóra er um alla flóruna að ræða: heimilisofbeldi, pústrar og slagsmál, eignaspjöll og svo mætti lengi telja. Enn er talsverður fjöldi fólks að skemmta sér í miðborginni.

mbl.is