Fréttaskýring: Meirihluti fyrir þjóðaratkvæði

Ólafur Ragnar Grímsson mun veita undirskriftalista InDefence viðtöku laugardaginn 2.janúar.
Ólafur Ragnar Grímsson mun veita undirskriftalista InDefence viðtöku laugardaginn 2.janúar. Ómar Óskarsson

Lesa má úr ummælum þingmanna við atkvæðagreiðslu um ríkisábyrgð á Icesave að þingmeirihluti sé fyrir því að setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur vakti máls á þessu í fréttum á gamlársdag.

Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram breytingartillögu við atkvæðagreiðsluna um Icesave 30.desember þess efnis að þjóðaratkvæðagreiðsla skyldi haldin um ríkisábyrgðina samningsinn eins og hann liggur fyrir. Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 30.

Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur, sagði í samtali við fréttastofu RÚV á gamlársdag að óvíst væri hvort þingmeirihluti væri fyrir því að málið færi ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu, miðað við hvernig margir þingmenn útskýrðu og gerðu grein fyrir atkvæði sínu. „Í þessi tilfelli er þingviljinn alls ekki skýr. Hins vegar eru ýmsar vísbendingar um að þjóðarviljinn sé fyrir þjóðaratkvæði, þannig að það er alls ekki sjálfgefið að hann [innsk: forseti Íslands] staðfesti þessi lög án þess að setja þau í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Birgir í samtali við fréttastofu RÚV á gamlársdag. Nú hafa yfir 54.000 undirskriftir safnast á vefsíðu InDefence, sem berst fyrir því að forseti synji Icesave-ríkisábyrgðinni staðfestingar og sendi í þjóðaratkvæði. Forsetinn mun veita undirskriftalistanum móttöku á Bessastöðum á morgun, laugardaginn 2.janúar.

Lesa má úr orðum tveggja þingmanna VG, þeim Lilju Mósesdóttur og Ögmundar Jónassonar, að þau telji fýsilegt að Icesave fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hins vegar greiddu þau atkvæði gegn breytingartillögunni, ásamt því að greiða atkvæði gegn frumvarpinu sjálfu. Lilja Mósesdóttir greiddi atkvæði gegn öllum breytingartillögum, og þegar hún greiddi atkvæði gegn frávísunartillögu þingmanna Sjálfstæðisflokksins gerði hún grein fyrir atkvæði sínu á eftirfarandi hátt:

„Frú forseti. Ég er andvíg því að þessu máli verði vísað frá. Ég er þeirrar skoðunar að löggjafinn, Alþingi, eigi að ljúka afgreiðslu Icesave-samningsins, áður en ákvörðun er tekin um þjóðaratkvæðagreiðslu. Núverandi samningur er einhliða og leggur þungar byrðar á afar skuldsetta þjóð. Ég mun því hafna ríkisábyrgðinni. Ég mun jafnframt greiða atkvæði gegn öllum breytingartillögum því þær tryggja ekki endanlegar lyktir málsins. Það er þingsins að taka afstöðu til þess sem að þinginu snýr. Ég er jafnframt þeirrar skoðunar að forseti Íslands hljóti að taka alvarlega undirskriftir 36.000 Íslendinga sem þegar hafa óskað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.“

Ögmundur Jónasson gerði grein fyrir atkvæði sínu á eftirfarandi hátt þegar hann greiddi atkvæði gegn breytingartillögu Péturs H. Blöndal um þjóðaratkvæðagreiðslu:

„Ég virði sjónarmið þeirra sem styðja þessa tillögu. Ég mun ekki greiða henni atkvæði mitt fremur en þeim breytingartillögum öðrum sem fram eru komnar frá stjórnarandstöðunni. Ég mun heldur ekki styðja frumvarpið. Verkefni okkar nú hér í kvöld er að taka afstöðu til Icesave-samningsins. Síðan hlýtur það að vera hlutverk forseta Íslands að horfa til þess sem er að gerast í þjóðfélaginu almennt. Þar eru að safnast tugþúsundir undirskrifta og ég styð það að mál sem að brenna á þjóðinni, sem að stór hluti þjóðarinnar vill að gangi til þjóðaratkvæðagreiðslu, geri það. En verkefni okkar hér í kvöld er að taka afstöðu til Icesave-samningsins sjálfs.”

Ef Ögmundur Jónasson og Lilja Mósesdóttir hefðu greitt breytingartillögu Péturs H. Blöndal atkvæði sitt er ljóst að tillagan hefði verið samþykkt. Tveir aðrir þingmenn VG, þau Ásmundur Einar Daðason og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir greiddu atkvæði með breytingartillögu Péturs H. Blöndal. Þau greiddu hins vegar atkvæði með Icesave-frumvarpinu sjálfu.

     
mbl.is

Innlent »

Gunnlaugur formaður Hinsegin daga

21:39 Gunnlaugur Bragi Björnsson var fyrr í kvöld kjörinn nýr formaður Hinsegin daga í Reykjavík á aðalfundi félagsins.  Meira »

Ingvar Mar oddviti Framsóknar

21:25 Ingvar Mar Jónsson varaborgarfulltrúi verður í efsta sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Meira »

Nauðgunarmenning í umhverfi okkar

21:00 „Við þurfum að skoða þetta frá öllum hliðum. Á meðan konur eru ekki jafnvaldamiklar og karlar í samfélaginu þá birtist þetta valdamisvægi í ofbeldi,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar og borgarfulltrúi, eftir fund um ofbeldi og ungt fólk. Meira »

Fara fram á fangavist yfir óléttri konu

20:57 Saksóknari fer fram á að kona sem er ákærð fyrir 59 milljóna fjárdrátt verði dæmd til 14 mánaða fangelsisvistar en það kom fram við þingfestingu málsins fyrir héraðsdómi í morgun. Meira »

Sigurður myndlistarmaður ársins

20:55 Sigurður Guðjónsson var kjörinn myndlistarmaður ársins við afhendingu Myndlistarverðlauna Íslands í Listasafni Reykjavíkur. Hvatningarverðlaun ársins hlaut Auður Lóa Guðnadóttir. Meira »

752 hættu námi í framhaldsskólum

20:29 Alls hættu 752 nemendur námi í framhaldsskólum áður en til lokaprófa kom á haustönn 2017. Þar af voru 403 eldri en 18 ára. Þetta kemur fram í skýrslu Menntamálastofnunar um aðgerðir gegn brotthvarfi nemenda úr framhaldsskólum. Meira »

Heilsurækt á gönguskíðum

19:53 Gönguskíðafélagið Ullur stendur fyrir viðamikilli starfsemi í Bláfjöllum og er mestallt starf unnið í sjálfboðavinnu. Magnús Konráðsson er einn sjálfboðaliðanna og er gjarnan á vaktinni í skála félagsins. „Þegar vel viðrar,“ áréttar kappinn, sem verður 85 ára í haust. Meira »

Davíð Fannar er fundinn

20:12 Davíð Fannar Thorlacius sem lögreglan á Norðurlandi eystra leitaði að fyrr í kvöld er fundinn. Lögreglan þakkar veitta aðstoð. Meira »

13 fá styrk frá Isavia

19:52 Isavia hefur úthlutað styrkjum til 13 verkefna úr samfélagssjóði sínum. Verkefnin eru af fjölbreyttum toga. Við val á styrkþegum er áhersla er lögð á umhverfismál, mannúðarmál, forvarnir, flugtengd málefni, listir, menningu og menntamál. Meira »

Lögreglan leitar að Davíð Fannari

19:46 Lögreglan á Norðurlandi eystra leitar að Davíð Fannari Thorlacius, 19 ára.  Meira »

Átti ekki von á þessari niðurstöðu

19:19 „Frekar óvænt kom tækifærið núna og ég ákvað bara að stökkva á það,“ segir Hildur Björnsdóttir sem er í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún segir áhugann alltaf hafa blundað í sér en hún hefur hefur starfað sem lögmaður síðustu ár. Meira »

Heimsþing kvenleiðtoga næstu 4 ár

19:11 Ríkisstjórn Íslands og Alþingi hafa gert samkomulag við WPL, Women Political Leaders, Global Forum um að efna til Heimsþings kvenleiðtoga á Íslandi ár hvert næstu fjögur ár. Meira »

Kastað í djúpu laugina strax

18:40 Árdís Ilmur Petty er 21 árs Reykjavíkurmær sem hafði lengi langað til þess að flytja til útlanda. Hún útskrifaðist frá Menntaskólanum við Sund árið 2016 og þaðan lá leið hennar til Bournemouth á Bretlandi þar sem hún leggur stund á viðburðastjórnun við Bournemouth University. Meira »

Framboðslistinn samþykktur í Valhöll

18:12 Tillaga kjörnefndar að framboðslista Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninga í vor var samþykktur nánast samhljóða á fundi í Valhöll. Þar fundaði Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Meira »

Svala fékk snert af heilablóðfalli

17:45 Svala Björgvinsdóttir fékk snert af heilablóðfalli síðastliðinn þriðjudag og var flutt á sjúkrahús í Los Angeles.  Meira »

Fær 8,7 milljónir vegna umferðarslyss

18:29 Hæstiréttur dæmdi föður manns og tryggingafélag hans til bótaskyldu vegna alvarlegs bílslyss. Farþegi bílsins fær frá þeim tæpar 8,7 milljónir króna í skaðabætur en hann slasaðist töluvert í slysinu. Hann er þó talinn meðábyrgur en ökumaðurinn, sonur hins bótaskylda, lést í slysinu. Meira »

Síðasti „hvellurinn“ í langri hrinu

17:58 Spár gera ráð fyrir enn einu leiðindaveðrinu síðdegis á morgun og annað kvöld. Veðurfræðingur segir þó huggun harmi gegn að allt líti út fyrir að hvellurinn á morgun sé sá síðasti í bili. Meira »

Telur siðareglur hafa verið brotnar

17:37 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur sent forsætisnefnd Alþingis erindi þar sem hann óskar formlega eftir því að nefndin taki til umfjöllunar hvort siðareglur alþingismanna hafi verið brotnar. Meira »
Síðumúli - Gott skrifstofuherbergi
Gott skrifstofuherbergi til leigu í Síðumúla. Stærð um 20 m2. Sameiginlegur elhú...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
 
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Formannskjör
Fundir - mannfagnaðir
Formannskjör í Sjúkraliðafélagi Ísla...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...