Bíða með að lána Íslendingum

Reuters

„Lausn á Icesave-málinu er mikilvæg fyrir Ísland. Við þurfum að bíða eftir frekari meðferð málsins á Íslandi, þar á meðal þjóðaratkvæðagreiðslu,” segir Sigbjørn Johnsen, fjármálaráðherra Noregs í norskum fjölmiðlum, um lán Noregs til Íslands í tengslum við efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

„Það er jákvætt að í dag segja íslensk stjórnvöld að þau muni halda áfram með efnahagsáætlun sína, til að skapa atvinnu og hagvöxt,” segir Johnsen einnig.

Utanríkisráðherra Noregs, Jonas Gahr Støre, vildi ekki tjá sig um ákvörðun forseta Íslands, um að skjóta Icesave-málinu til þjóðarinnar, við norska fjölmiðla í gær. Svaraði hann því til að hann ætti eftir að tala við Össur Skarphéðinsson um málið og fá hann til að setja sig inn í það.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert