Ekki setja Ísland í skuldafangelsi

Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands.
Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands. Reuters

Breska viðskiptablaðið Financial Times segir í leiðara í dag, að Landsbankamálið hafi sýnt fram á, að Evrópa verði að styrkja sameiginlegt regluverk sitt. Það verði ekki gert með því að setja Ísland í skuldafangelsi. 

Í leiðaranum segir, að forseti Íslands hafi ekki átt annars úrkosti en að vísa Icesave-lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu í ljósi þess hve margir kjósendur óskuðu eftir því. Líklega verði lögunum síðan hafnað þar og það kunni að kenna Bretum og Hollendingum þá lexíu, að það sé takmörk fyrir því hverju hægt sé að ná fram með þvingunum. Hins vegar sé tíminn jafnframt of naumur.  

Blaðið segir, að Landsbankinn hafi boðið Icesave-reikninga í samræmi við Evrópureglur, sem geri bönkum kleift að opna útibú hvar sem er á Evrópska efnahagssvæðinu uppfylli þeir reglur í heimalandi sínu og taki þátt í innistæðutryggingakerfi. En þegar bankinn hrundi í október 2008 hafi skuldbindingar bankans verið íslenska tryggingasjóðnum ofviða.  

Í leiðaranum eru síðan raktir Icesave-samningar Breta og Hollendinga og sagt að erfitt sé að skilja hvers vegna ganga þurfi svona hart að Íslandi. Þessi lán séu smámunir í augum kröfuhafanna, 1% af lántökum Breta á þessu og næsta ári. Það myndi kosta stjórnvöld í Lundúnum og Amsterdam nánast ekkert að sýna örlæti.

Þá hafi breskir og hollenskir bankar einnig hagnast verulega á Evrópureglunum. Hefðu þeir hrunið eins og þeir íslensku hefðu viðkomandi stjórnvöld aldrei tekið á sig hundruð milljarða punda skuldir til að bjarga erlendum innistæðueigendum og því sé andstyggilegt að neyða veikburða nágranna til slíks.

Það á ekki að kúga Ísland

Blaðið Independent skrifar einnig leiðara um Icesave-málið í dag og segir að bresk stjórnvöld hafi hagað sér eins og kúgari gagnvart Íslandi. Fyrst hafi eignir Íslands verið frystar með hryðjuverkalögum og þegar íslenska þingið samþykkti lánasamning í sumar hafi breska ríkisstjórnin hafnað skilmálum, sem sett voru. 

Síðan þá hafi Bretland notað nánast allar mögulegar leiðir til beita Ísland þrýstingi. Ljóst sé að ríkisstjórnin hafi beitt áhrifum sínum innan Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins tll þess. „Það er hægt að kalla þetta fjárkúgun," segir blaðið.

Independent segir, að í þessari viku hafi breska ríkisstjórnin á ný gripið til hrekkjusvínabragðanna og vísar m.a. til ummæla Myners lávarðar sem sagði að ákvörðun forseta Íslands að synja Icesave-lögunum staðfestingar þýddi að Ísland vildi ekki taka þátt í alþjóðlega stjórnmálakerfinu. „Þetta er hótun um einangrun, sem Bretland hefur til þessa aðeins beitt gegn alþjóðlegum úrhökum á borð við Simbabve og Norður-Kóreu," segir Independent.

Blaðið segir síðan, að svona framkoma sæmi ekki Bretlandi og virðist raunar hafa haft þveröfug áhrif. Ljóst sé að Bretar fái lítið sem ekkert til baka af því fé, sem þeir vörðu til að bæta breskum sparifjáreigendum tjónið af falli íslensku bankanna nema einhverskonar málamiðlun náist. 

Ljóst sé, að Ísland muni á endanum ekki eiga annars úrkosti en að greiða Bretum bætur. En hægt hefði verið að koma í veg fyrir allan þennan sársauka hefðu Bretar gripið til fyrirbyggjandi aðgerða áður en fjármálakreppan skall á. 

Leiðari Financial Times

Leiðari Independent

mbl.is

Innlent »

Allar ferðir Herjólfs falla niður í dag

14:09 Allar ferðir Herjólfs falla niður í dag vegna veðurs. Þetta segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskipa, í samtali við mbl.is. „Það er mjög slæmt í sjóinn á milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar,“ segir Ólafur en ákvörðunin um að ekki yrði siglt í dag var tekin fyrir skemmstu. Meira »

Strætó útaf við Hvalfjarðargöngin

13:52 Strætó fór útaf veginum við Hvalfjarðargöngin laust fyrir klukkan 14 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó var vagninn á leiðinni frá Akranesi til Reykjavíkur og nýkominn úr Hvalfjarðargöngunum með tíu farþega innanborðs þegar hann fór út af skammt frá Blikdalsá. Meira »

Gætu gripið til vegalokana

13:39 Hugsanlega verður gripið til vegalokana á meðan versta veðrið gengur yfir undir Eyjafjöllum og í Öræfum í dag. Þetta segir Skúli Þórðarson, yfirmaður vetrarþjónustu Vegagerðarinnar. Von er á slyddu eða snjókomu hjá Reynisfjalli og hviður verða allt að 35 til 40 m/s frá klukkan þrjú til miðnættis. Meira »

Sérfræðingar vöruðu Sigríði við

13:28 Sérfræðingar í dóms- og fjármálaráðuneytinu vöruðu Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra við því að ef hún ætlaði að breyta út af lista hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt þyrfti hún að leggja sjálfstætt mat á alla umsækjendur. Meira »

Rafmagnslaust í Laugardalnum

13:23 Rafmagnslaust er vegna háspennubilunar í Laugardal og er unnið að viðgerð. Bilunin er í póstnúmeri 104 og eru umferðarljós m.a. óvirk á svæðinu af þessum sökum. Vonast er til að rafmagn verði aftur komið á innan stundar. Meira »

„Það var engu lofað“

13:05 Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi yfirmaður eigin viðskipta hjá Glitni, bar vitni fyrir héraðsdómi í morgun. Hann sagðist ekki hafa haft bein afskipti af störfum undirmanna sinna sem ákærðir eru fyrir markaðsmisnotkun. Þá hefði hann engin loforð fengið frá lögreglu um að sleppa við ákæru í málinu. Meira »

Söfnuðu 1,3 milljónum fyrir Hjartavernd

11:46 Krónan og Hamborgarafabrikkan stóðu fyrir söfnun þar sem 1,3 milljónir króna söfnuðust til handa Hjartavernd.   Meira »

Grunaður um að hafa brotið gegn börnum

12:38 Karlmaður á sextugsaldri var síðastliðinn föstudag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna gruns um kynferðisbrot gegn 17 ára pilti. Jafnvel er talið að maðurinn hafi brotið gegn fleiri börnum. Meira »

Horfið frá samráði með breytingunni

11:28 Samtök ungra bænda (SUB) gagnrýna harðlega þá ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að leysa upp samráðshóp sem endurskoða átti búvörusamninga og skipa þess í stað nýjan samráðshóp sem er tæplega helmingi fámennari. Meira »

Sérstakur í keppni í sakfellingum

11:25 Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrum stjórnarformaður Glitnis, sagði fyrir Héraðdómi Reykjavíkur í morgun að embætti sérstaks saksóknara væri í einskonar keppni í sakfellingum og byggi til nýjar túlkanir á því sem hefðu verið almennir starfshættir í íslensku viðskiptalífi. Meira »

„Ætlum að hætta að vera dicks“

11:17 „Við þurfum öll að vera með og takast á við þetta,“ sagði Salvör Nordal, umboðsmaður barna, á sameiginlegum morgunverðarfundi stjórnálaflokkanna í morgun þar sem metoo byltingin var til umræðu. Meira »

„Þú ættir að tala við pabba þinn“

10:51 „Byltingin hefur valdið ótrúlegri hugarfarsbreytingu á skömmum tíma,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á sameiginlegum morgunverðarfundi stjórnmálaflokkanna í morgun. Yfirskrift fundarins var #metoo: Hvað svo? Meira »

Konur meirihluti aðstoðarmanna

10:01 Konur eru í meirihluta þeirra aðstoðarmanna sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa ráðið. Samtals eru aðstoðarmennirnir nítján þegar þetta er skrifað, þar af tíu konur og níu karlar. Til samanburðar voru sjö konur og níu karlar aðstoðarmenn ráðherra í síðustu ríkisstjórn. Meira »

Fundað um metoo í beinni

08:30 Sameiginlegur morgunverðarfundur stjórnmálaflokka á Ísland vegna #metoo-byltingarinnar fer fram á Grand hóteli. Fundurinn hefst klukkan 8.30 og er hægt að fylgjast með streymi af fundinum hér. Meira »

92 framvísuðu fölsuðum skilríkjum

08:14 Metfjöldi skilríkjamála kom til kasta flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum á síðasta ári. Þá komu upp samtals 92 mál þar sem framvísað var fölsuðum skilríkjum eða skilríkjum annarra. Meira »

Þæfingur í Kjósarskarði

08:38 Á Suður- og Suðvesturlandi er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum en þæfingsfærð í Grafningi og Kjósarskarðsvegi. Hálkublettir og hvassviðri er undir Eyjafjöllum. Meira »

Vilja fá greiddan uppsagnarfrest

08:18 „Við höfum verið að senda honum innheimtubréf sem hann hefur ekki svarað,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, lögmaður VR, sem fer með mál fyrrverandi starfsmanna verslunarinnar Kosts gegn Jóni Geraldi Sullenberger, eiganda Kosts. Meira »

Leita samstarfs um nýtingu úrgangs

07:57 Landbúnaðarháskóli Íslands (LBHÍ) leitar að sveitarfélagi á landsbyggðinni sem vill taka þátt í tilraunaverkefni um nýtingu lífræns úrgangs til orku- og næringarefnavinnslu. Hugmyndin er að vinna metangas og áburð. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
START/BYRJA: 2018: 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6 - (HOLIDAY/FRÍ: 18/7-21/8) 3...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Birkenstock
Teg. ARIZONA -brúnt birkoflor - stærðir 36-48 á kr. 8.950,- Teg. ARIZONA - beige...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara. Nýbyggingar, viðhald...
 
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...