Steingrímur fundar á Norðurlöndunum

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, heldur nú eftir hádegi utan með flugi til Noregs í gegnum Danmörku. Hann mun ræða við Anders Borg, fjármálaráðherra Svíþjóðar, símleiðis síðar í dag.

Að sögn aðstoðarmanns Steingríms mun ráðherrann funda með Sigbjørn Johnsen, fjármálaráðherra Noregs, fyrir hádegi á morgun og eftir hádegi funda með Claus Hjort Frederiksen, fjármálaráðherra Danmerkur. Steingrímur er væntanlegur heim til Íslands aftur annað kvöld. 

Markmið fundanna mun vera að útskýra stöðuna í framhaldi af ákvörðun forseta Íslands í tengslum við Icesave-lögin. Ráðherrann ræddi bæði í gær og fyrradag við fjármálaráðherra Hollands og Bretlands. 

Ekki er útilokað að til frekari ferðalaga og fundarhalda komi á næstunni þó enn sé ekki búið að taka formlegar ákvarðanir um slíkt og þessum tímapunkti. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert