Bjóða lítið í mikil verðmæti

Jón Ásgeir Jóhannesson,
Jón Ásgeir Jóhannesson, Kristinn Ingvarsson

Þrátt fyrir stórt gjaldþrot Terra Firma India í febrúar í fyrra reyna þeir Jón Ásgeir Jóhannesson og Donald McCarthy, stjórnarformaður House of Fraser, nú að kaupa eignir úr þrotabúi TFI fyrir lítið brot af virði eignanna, eða um tvo milljarða króna.

Félagið var stofnað í Lúxemborg í apríl 2007 af Kevin Stanford, Baugi, Hannesi Smárasyni, Magnúsi Ármann, Þorsteini M. Jónssyni og Landsbanka Íslands hf. Landsbankinn í Lúxemborg lánaði samkvæmt heimildum Morgunblaðsins til félagsins, sem var stofnað til þess að taka þátt í fasteignaverkefnum á Indlandi í samvinnu við indverska félagið Embassy Group (EG) samtals um 15 milljarða króna á árunum 2007 og 2008.

Félagið varð gjaldþrota í febrúar í fyrra og líkur eru á að Landsbankinn í Lúxemborg tapi megninu af þeim lánum sem félagið hafði tekið.

Jón Ásgeir Jóhannesson hefur nú fengið Donald McCarthy, stjórnarformann House of Fraser, í lið með sér og reyna þeir að kaupa af þrotabúi TFI hlut þess í öðru tveggja fasteignaverkefna félagsins á Indlandi, Silva Mauritia. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru þeir reiðubúnir að greiða fyrir eignina um 11 milljónir evra, eða sem svarar tveimur milljörðum króna.

Landsbankinn í Lúxemborg mun einnig þurfa að afskrifa um 1,4 milljarða króna skuld McCarthy við bankann. Hann fékk lánið til þess að kaupa hlutabréf í Baugi og Mosaic Fashion á sínum tíma.

Skiptastjórn TFI í Lúxemborg vill ekki tjá sig um þessar nýjustu vendingar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert