Hvorki geta né eiga að borga

Icesave er enn í kastljósi fjölmiðla víða um heim.
Icesave er enn í kastljósi fjölmiðla víða um heim. mbl.is/Ómar

Bronwen Maddox, greinarhöfundur The Times, segir Íslendinga ekki hafa fjárhagslega burði til að greiða Bretum og Hollendingum til baka þann kostnað sem hinar síðarnefndu þjóðir urðu fyrir vegna falls íslensku bankanna. Því eigi Bretar og Hollendingar að slá á kröfur sínar - þeir muni hvort eð er aldrei fá upp í þær allar.

Jafnfram segir Maddox það vera miklum vafa undirorpið hvort Íslendingum beri, samkvæmt evrópskum lögum, skylda til að greiða til baka þá upphæð sem Bretar og Hollendingar lögðu út vegna landa sinna sem áttu innistæður í Icesave. Hann bendir á að íslenska innistæðutryggingakerfið hafi farið að reglum Evrópska efnahagssvæðisins, sem hafi ekki gert ráð fyrir afleiðingum kerfishruns.

Hér má lesa grein Bronwen Maddox.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert