Mögulega óviljaverk að Krýsuvikurkirkja brann

Kirkjan brann til kaldra kola.
Kirkjan brann til kaldra kola. mynd/Ómar Smári

Mögulegt er nú talið, að bruninn í Krýsuvíkurkirkju um áramótin hafi verið óviljaverk. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er t.d. mögulegt að gestur hafi skilið eftir logandi kerti í kirkjunni, sem brann til grunna aðfaranótt 2. janúar.

Lögreglan segir að ýmislegt bendi til þess, enda kirkjan ávallt opin og mikið af fólki sem eigi þarna leið um. Hún útilokar hins vegar ekki að um íkveikju hafi verið að ræða. Sé það raunin hafi hún verið þaulskipulögð. Hurðin hafi þá verið læst og brennuvargurinn farinn af vettvangi.

Að sögn lögreglu er rannsókn ekki lokið, en tæknideild lögreglunnar á eftir að skila skýrslu um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina