Fréttaskýring: Óskýrar reglur um laun

Á Reykjavíkurskákmóti.
Á Reykjavíkurskákmóti. Ómar Óskarsson

Mánaðarlaun stórmeistara í skák eru 257.000 krónur, samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu. Nú eru fimm stórmeistarar á slíkum launum hjá ríkinu.

Ásdís Bragadóttir, framkvæmdastjóri Skáksambands Íslands, segir menntamálaráðuneytið setja reglurnar, þegar spurt er um skilyrði til launagreiðslnanna og vísar hún í lög frá 1990 um launasjóð stórmeistara. Hún segist ekki vita til að sett hafi verið reglugerð með lögunum um nánari framkvæmd þeirra. Menntamálaráðuneytið vísaði á SÍ þegar spurt var hversu mikið stórmeistarar þyrftu að tefla á mótum til að halda laununum.

Í pistli Hrafns Jökulssonar um skák í Viðskiptablaðinu á fimmtudag sagði að aðeins tveir þeirra stórmeistara sem eru virkir í skák í dag hefðu síðustu mánuði teflt kappskákir, þó svo fimm þeirra séu á launum.

 Ekki skýr krafa um framlag

Í lögunum er áskilið að þeir sem fái laun úr sjóðnum skuli sinna skákkennslu við Skákskóla Íslands eða fræðslu á vegum skólans, sinna rannsóknum á sviði skáklistar, auk þess að tefla fyrir Íslands hönd á skákmótum heima og erlendis.

Ekkert er kveðið á um virkni þeirra er njóta greiðslna úr sjóðnum og segir Ásdís kennsluskyldu stórmeistara það eina sem snúi að SÍ en í lögunum sé ekki tilgreint hve mikil hún þurfi að vera. Ásdís segir stórmeistarana tefla fyrir Ísland hönd en í lögunum sé ekki skýrt hversu mikið. Stórmeistarar haldi titli sínum þegar hann sé fenginn. Á bak við hann séu 2.500 ELO stig og þrír áfangar á þremur sterkum alþjóðlegum mótum. Stórmeistarar haldi stigunum hætti þeir að tefla.

Þegar spurt er hve lengi sé greitt segir Ásdís það óskýrt. Í raun fái stórmeistarar greitt þar til þeir hætti sjálfir eða sé sagt upp af ríkinu. Sá eini sem fékk tímabundnar greiðslur er nýjasti launþegi sjóðsins.

Þess má geta að með frumvarpi til laganna fylgdu drög að reglugerð. Þar var m.a. lagt til að sótt yrði um til tveggja ára í senn, að kennsluskylda jafnaðist á við lektora við Háskóla Íslands og gera mætti undanþágur vegna undirbúnings móta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert