Forsætisráðherra bjartsýnn

Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir Ómar Óskarsson

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segist bjartsýn á að draga megi Breta og Hollendinga aftur að samningaborðinu til að semja upp á nýtt um Icesave. Hún segir málið skýrast á allra næstu dögum. Þau Össur Skarphéðinsson og Steingrímur J. Sigfússon, hafa ítrekað rætt í síma við starfsbræður sína í Bretlandi, Hollandi og á Norðurlöndunum síðustu daga. Þetta kom fram í seinni kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.

Jóhanna, Össur og Steingrímur hittu foringja stjórnarandstöðunnar í stjórnarráðinu fyrr í kvöld og þar var lögð fram áætlun um hvernig megi leysa þann hnút sem Icesave hefur verið í. Forsætisráðherra segir þó ekkert í hendi enn sem komið er en málin skýrist vonandi strax upp úr helginni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert