Matarkarfan næstódýrust á Íslandi

Dýrast er að versla í matinn í Osló skv. könnun …
Dýrast er að versla í matinn í Osló skv. könnun Bændablaðsins. mbl.is/Golli
Fram kemur í Bændablaðinu í dag að verðkönnun sem blaðið hafi gert í sjö Evrópulöndum staðfesti þá mynd sem hafi verið að birtast að undaförnu, eða að matarverð á Íslandi sé fjarri því að vera það hæsta í Evrópu.

Draga megi sömu ályktun af tölum Evrópsku hagstofunnar Eurostat yfir verðlag í Evrópulöndum á árinu 2008 sem hafi verið birtar um jólaleytið.

Verð var kannað á matarkörfu sem samanstóð af gúrkum, nýmjólk, hreinu smjöri, kjúklingabringum og eggjum. Borgirnar sem voru til samanburðar voru Reykjavík, Óðinsvé, Osló, Madrid og Lúxemborg, London og Berlín.

Í ljós kom að ódýrasta karfan var í Berlínarborg en neytandinn þarf að borga mest fyrir matarkörfuna í Osló. Ísland kemur vel út úr samanburðinum og er næstódýrast.

„Smjörið var langódýrast á Íslandi, mjólkurlítrinn fimm krónum dýrari en sá ódýrasti í Berlín, gúrkan var næstódýrust í Reykjavík en eggin og kjúklingabringurnar voru í miðjunni. Heildarverð matarkörfunnar var eins og áður segir lægst í Berlín, kostaði þar 2.190 krónur. Í Reykjavík kostaði hún 2.885, í Lundúnum 2.989, í Madrid 3.125, í Lúxemborg 3.965, í Kaup mannahöfn 4.505 en langdýrust var hún í Noregi, þar kostaði hún 5.467 krónur,“ segir í Bændablaðinu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert