Ólafur víttur á borgarstjórnarfundi

Ólafur F. Magnússon.
Ólafur F. Magnússon. mbl.is/Árni Sæberg

Til hvassra orðaskipta kom á milli Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, forseta borgarstjórnar Reykjavíkur, og Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa F-lista þegar Ólafur flutti tillögu um að Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, víki úr starfi. Vítti Vilhjálmur Ólaf formlega fyrir málflutning sinn.

Ólafur las upp bókun sem fylgdi tillögunni og lauk henni með frumsömdu kvæði þar sem Hönnu Birnu var fundið allt til foráttu. Vilhjálmur, sem stýrði fundinum, greip þá fram í fyrir Ólafi og sagði að hann gæti ekki farið með níðvísur nema bera ábyrgð á því sjálfur.  Ólafur sagðist gera það og lauk síðan við kvæðið.

Að lokinni ræðu Ólafs sagðist Vilhjálmur ekki sjá sér annað fært en að víta Ólaf formlega fyrir málflutning sinn. Sagði Vilhjálmur m.a. efnisinnihald bókunar Ólafs væri að stórum hluta í andstöðu við samþykktir borgarstjórnar og úrskurðaði hann að bókunin yrði ekki færð í fundargerðarbækur borgarstjórnar.

Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sagði að tvö efnisatriði í bókun Ólafs þyrftu skoðunar við. Annars vegar ef rétt væri að borgarráð hefðu ekki fengið réttar upplýsingar um  ferðakostnað og hins vegar að allir flokkar nema Sjálfstæðisflokkurinn hefðu gert grein fyrir  þeim fjárstyrkjum sem þeir fengu frá fyrirtækjum á umliðnum árum.

Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokks, lagði fram bókun og frávísunartillögu við tillögu Ólafs. Sagði m.a. í bókuninni, að að væri að verða fastur liður á borgarstjórnarfundum að sitja undir dylgjum og órökstuddum ásökunum Ólafs.  Frávísunartillagan var síðan samþykkt með 8 atkvæðum gegn 1 en 6 sátu hjá. 

Ólafur lagði þá fram bókun þar sem sagði m.a. að það væri aumt að sjá hvernig flokkar gætu kúgað góða einstaklinga til að greiða atkvæði gegn sinni dýpstu sannfæringu. Sagðist hann viss um að margir væru í hjarta sínu sammála tillögu sinni.

mbl.is

Innlent »

Beltagrafa til bjargar báti á Hólmavík

11:51 Björgunarsveit var ræst út á Hólmavík á þriðja tímanum í nótt vegna báts sem losnað hafði frá bryggju. Báturinn, sem er 58 ára gamall togbátur, ber nafnið FÖNIX ST-177 en hann vegur um 190 tonn og er úr stáli. Meira »

Tóku þátt í rafrænni kosningu VG

11:20 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, og Líf Magneudóttir borgarfulltrúi tóku þátt í rafrænni kosningu hjá VG í Reykjavík á skrifstofu flokksins við Túngötu í morgun. Meira »

Listi Samfylkingarinnar samþykktur

10:59 Framboðslisti Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor var samþykktur samhljóða og með lófataki á fundi á Hótel Natura í morgun. Meira »

Tæplega 440 útskrifast í dag

10:42 Tæplega 440 kandídatar úr grunn- og framhaldsnámi brautskrást frá Háskóla Íslands við hátíðlega athöfn í Háskólabíói klukkan 13 í dag. Meira »

Ekkert tjón hjá N1

10:29 Bensínafgreiðsla gekk hnökralaust í N1 Skógarseli í gær, þrátt fyrir að vatn flæddi um götuna. mbl.is birti í gær myndband þar sem sést hvernig vatn flæddi inn á svæði bensínstöðvarinnar og allt að bensíndælunum. Meira »

Keppa um titilinn Kokkur ársins 2018

10:23 Fimm manna úrslitakeppni í keppninni Kokkur ársins fer fram í Hörpu í dag. Húsið er opið fyrir alla gesti frá klukkan 13 til 18. Meira »

Hálkublettir á Holtavörðuheiði

09:42 Helstu vegir á Suðurlandi eru greiðfærir en þó er krapi á Hellisheiði sem verið er að hreinsa. Sömu sögu er að segja af Norðurlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Fróðárheiði er lokuð vegna ófærðar, sem og Þingskálavegur (nr. 268) sem er ófær vegna vatnsskemmda. Meira »

Björgunarsveitarmenn festu skiltið

09:45 Skiltið sem hékk á bláþræði framan á hótelinu Hlemmur Square í gærkvöldi var fest kirfilega af björgunarsveitarmönnum áður en þeir héldu heim á leið. Meira »

Vatni dælt úr raðhúsum í Frostaskjóli

09:27 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í fjögur útköll það sem af er morgni vegna vatnsveðursins í nótt, þar á meðal í kjallara tveggja raðhúsa í Frostaskjóli í Vesturbænum. Meira »

Út af veginum við Höfðabakka

08:33 Tilkynnt var um umferðaróhapp á Höfðabakka laust fyrir miðnætti. Þar hafði bifreið verið ekið út af veginum.  Meira »

Fastir veturgestir við Ísland

08:18 Óvenju margir haftyrðlar fundust á götum Vestmannaeyjabæjar í desember og janúar, að því er segir á heimasíðu náttúrugripasafnsins Sæheima. Haftyrðill er minnstur svartfugla og hánorræn tegund. Meira »

„Kallast á við umhverfið“

07:57 Landsbankinn hefur ákveðið að semja við Arkþing ehf. og C.F. Møller um hönnun og þróun á nýbyggingu bankans við Austurhöfn í Reykjavík. Sex af sjö arkitektateymum sem völdust til að gera frumtillögur skiluðu tillögum. Meira »

Tveir fangelsaðir í Eyjum

07:53 Tveir karlmenn voru látnir gista fangageymslur lögreglunnar í Vestmannaeyjum í nótt.  Meira »

Ný Hótel Örk opnuð í maí

07:37 Áformað er að taka nýja álmu á Hótel Örk í notkun 15. maí næstkomandi. Með henni tvöfaldast fjöldi herbergja á hótelinu. Verkið hefur unnist hratt en framkvæmdir hófust á síðari hluta árs í fyrra. Meira »

Andlát: Jóhannes Sigmundsson í Syðra-Langholti

05:30 Jóhannes Sigmundsson, fyrrverandi bóndi og kennari í Syðra-Langholti 3 í Hrunamannahreppi, er látinn, 86 ára að aldri.  Meira »

Suðaustanstormur á leið austur

07:39 Suðaustanstormur er á leið austur yfir landið og rignir talsvert samfara skilunum. Mikil úrkoma verður suðaustanlands fram undir hádegi. Meira »

Tugum dýra bjargað – metfjöldi útkalla

07:18 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu ásamt björgunarsveit bjargaði tugum dýra í Fjárborgum við Suðurlandsveg í nótt en flætt hafði inn í hesthús og fjárhús. Alls sinnti slökkviliðið um 100 útköllum frá því um miðjan dag í gær, sem er met. Meira »

Bíður eftir svörum

05:30 Umboðsmaður borgarbúa þarf að jafnaði að bíða í 80 daga eftir svörum frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.  Meira »
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aflamark
Tilkynningar
??????? ??????????????? ? ??? ?? ????...
Skipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...