Þjálfar rústabjörgun víða

Íslenska björgunarsveitin sem nú er á leið frá Haítí stenst fyllilega alþjóðlegan samanburð og er á sumum sviðum fremst meðal jafningja.

Sólveig Þorvaldsdóttir, þjálfari íslensku sveitarinnar, hefur áratuga reynslu af björgunarstörfum en hún hefur starfað víða um heim. Hún segir að rústabjörgun snúist í raun um fimm megin þætti; þeir eru leit, björgun, læknisaðstoð, stjórnun og búnað og svo samhæfing þessara þátta.

Að hennar sögn kviknaði hugmyndin að íslenskri alþjóðlegri eftir jarðskjálftana í Mexíkó árið 1985 og síðan þá hafi markvisst starf verið unnið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert