Fréttaskýring: Skötuselur truflar enn störf sáttanefndar

Skötuselur.
Skötuselur.

Ekki er líklegt að nefnd um endurskoðun fiskveiðilöggjafarinnar takist að ljúka störfum þessum mánuði eins og að hefur verið stefnt. Nefndin var skipuð í júní á síðasta ári og var upphaflega miðað við að hún skilaði af sér fyrir 1. nóvember, en nú er miðað við 1. febrúar. Nefndin kom síðast saman í byrjun desember. Guðbjartur Hannesson er formaður nefndarinnar og segist stefna að fundi í næstu viku, en það hafi lítið upp á sig að funda í sáttanefnd um stjórn fiskveiða án útgerðarmanna.

Fulltrúar útgerðarinnar hafa aðeins mætt á þrjá fundi af fimm og sætta sig ekki við frumvarp sjávarútvegsráðherra frá 10. nóvember um stjórn fiskveiða. Þeir telja frumvarpið inngrip í störf nefndarinnar og eru einkum ósáttir við ákvæði um skötusel. Þar er reiknað með gjaldtöku fyrir úthlutun hluta aflamarks í skötusel og segja útgerðarmenn það upphaf fyrningar aflaheimilda í sjávarútvegi.

Í kynningu ráðherra á frumvarpinu var tiltekið að skötuselsákvæðið væri brýn ráðstöfun í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Útvegsmenn eiga hins vegar erfitt með að samþykkja að þessi aðgerð sé brýn. Spurður hvort ákvæðið um skötuselinn væri hluti af bráðavanda í sjávarútvegi sagði Guðbjartur það vera ráðherra að meta, ekki nefndarinnar.

Hann segir ólík sjónarmið vera innan nefndarinnar og mismunandi hagsmuni. Lögð hafi verið vinna í að skilgreina álitaefni í fiskveiðistjórnunni og síðan hafi verið ætlunin að fá Háskólann á Akureyri til að meta áhrif innköllunarleiðarinnar. Það hafi hins vegar lítinn tilgang að búa til vinnuferli án aðkomu LÍÚ.

„Án útgerðarmanna höldum við bara áfram að búa til eigin skýrslur,“ segir Guðbjartur. „Ef LÍÚ kemur ekki að borðinu verður nefndin að meta hvort vinnunni verður haldið áfram og hvort allir aðrir vilja vera með í því starfi. Stjórnvöld verða líka að meta hvort þau vilja þá koma beint inn í þessa vinnu, en kveðið er á um endurskoðun laga um fiskveiðar í stjórnarsáttmálanum.

Ég lít þannig á að við séum að fást við langtímaverkefni, að breyta útgerðartilhögun til lengri tíma. Það hefur aldrei staðið til að svipta fyrirtæki rekstrargrundvelli. Þvert á móti lögðum við upp með að tryggja varanlega afkomu þeirra og taka átti tillit til skuldastöðu greinarinnar. Í nefndinni hefur verið talað um langtímaúthlutanir á fiski, 20 ára úthlutun eða jafnvel í enn lengri tíma. Fullyrðingar um annað eru áróður. Þá er ætlunin að taka af skarið með að eignarhald í sjávarútvegi sé í raun nýtingarheimild,“ segir Guðbjartur.

Starfið verður ómarkvisst

Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, sem á fulltrúa í nefndinni, segir að alls ekki hafi verið reiknað með að ráðherra spilaði út umdeildum atriðum á sama tíma og nefndin væri að störfum. Ákvæðið um skötuselinn hafi hleypt illu blóði í allt starf nefndarinnar.

„Okkur finnst lítill tilgangur í því að halda þessu starfi áfram ef fulltrúa útgerðarinnar vantar að borðinu. Starfið verður ómarkvisst og við, eins og margir fleiri í nefndinni, erum óánægðir með hversu lítið hefur gengið. Í umsögn SF um frumvarpið leggur stjórnin ríka áherslu á að frumvarpið verði lagt til hliðar og öllum ákvæðum þess verði vísað til umfjöllunar sáttanefndar sjávarútvegsráðherra. Ég sé ekki að störf nefndarinnar komist í gang meðan skötuselsfrumvarpið hangir yfir mönnum,“ segir Arnar.

Forysta LÍÚ fundar með ráðherra

FORYSTUMENN Landssambands íslenskra útvegsmanna eiga fund með Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegsráðherra, í dag. „Við vonumst til þess að við getum komið málinu aftur í farveg og ég hef fulla trú á að hægt verði að ná sátt um þessi mál. Í mínum huga er formaður nefndarinnar að vinna í þeim anda,“ sagði Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ í gær. „Við viljum finna einhvern flöt á þessu máli svo báðir aðilar geti lifað við þá stöðu sem uppi er og komið málinu aftur í farveg. Um leið og þær forsendur sem lagt var upp með við skipan nefndarinnar verða til staðar þá komum við aftur að þessu starfi,“ sagði Friðrik.
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Bloggað um fréttina

Innlent »

Flugeldasýning væntanlega að ári

Í gær, 21:12 „Ég held að margir myndu nú sakna þess að enda ekki á flugeldasýningu á menningarnótt,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við mbl.is. Hann segir flugeldasýningu menningarnætur „mjög sameinandi og frábær endapunktur á einstökum degi.“ Meira »

Kviknaði í bíl á Akureyri

Í gær, 20:42 Eldur kom upp í lítilli rútu við Fjölnisgötu á Akureyri í dag. Rútan var mannlaus en unnið var að viðgerð á henni á föstudag. Rútan er mikið skemmd að sögn varðstjóra í lögreglunni á Akureyri. Meira »

Bústaður brann til kaldra kola

Í gær, 20:12 Eldur kom upp í sumarbústað á Barðaströnd síðdegis og að sögn Davíðs Rúnars Gunnarssonar, slökkviliðsstjóra, tókst ekki að bjarga bústaðnum en allt tiltækt slökkvilið tók þátt í slökkvistarfinu, alls átján manns, auk lögreglu og sjúkraliðs. Meira »

Markmiðið að útrýma meiðslum

Í gær, 19:40 „Við erum að búa til rauðan þráð í gegnum íþróttaferilinn og reyna að lyfta þessu á hærra plan því krakkarnir hafa stundum verið afgangsstærð,“ segir Fannar Karvel Steindórsson íþróttafræðingur og styrktarþjálfari hjá Spörtu heilsurækt. Meira »

„Einfalt og sjálfsagt“ að sleppa kjöti

Í gær, 19:00 „Við erum í rauninni búin að vera að gæla við þetta og verið hálfkjötlaus mjög lengi. Við vinnum með mikið af ungu fólki og það hefur hreinlega færst í aukana að sjálfboðaliðar okkar sem og nemar séu grænmetisætur og vegan,“ segir Sólveig Ása Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi. Meira »

Örmagna ferðamaður á Fimmvörðuhálsi

Í gær, 18:38 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út til þess að koma örmagna ferðamanni á Fimmvörðuhálsi til aðstoðar rétt fyrir klukkan fjögur í dag. „Hann var orðinn mjög kaldur og hrakinn,“ segir Guðbrandur Örn Arnarsson, hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, í samtali við mbl.is. Meira »

Ekki bundinn af samkomulaginu

Í gær, 18:27 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir stéttarfélagið ekki hafa viðurkennt óðeðlileg afskipti af ákvörðunum stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) – þegar umboð stjórnarmanna var afturkallað – með því að fallast á sjónarmið um að „slík inngrip heyri nú sögunni til.“ Meira »

Flóðbylgjan allt að 80 metrar

Í gær, 17:02 Berghlaupið í Ösku í júlí 2014 er eitt stærsta berghlaup sem orðið hefur á Íslandi á sögulegum tíma. Í grein sem birt er í Náttúrufræðingnum er fjallað um jarðfræðilegar aðstæður, flóðbylgjuna sem fylgdi hlaupinu og áhrif mögulegra flóðbylgja vegna skriðufalla við Öskjuvatn. Meira »

Þjóðrækni í 80 ár

Í gær, 16:49 Þjóðræknisfélag Íslendinga fagnar 80 ára afmæli sínu í ár. Félagið var stofnað 1. desember 1939 en markmið þess er að efla samskipti og samvinnu Íslendinga og Vestur-Íslendinga með ýmsum hætti. Afmælisárinu var fagnað á Þjóðræknisþingi sem fram fór í dag. Meira »

Leist ekki á útbúnað Belgans

Í gær, 16:11 Ég horfði til baka og það kom söknuður. Mig langaði að halda áfram. Þetta er svo einfalt líf: róa, tjalda, borða og sofa,“ segir Veiga Grétarsdóttir kajakræðari eftir hringferð sína í kringum Ísland ein á kajak. Hún lauk ferðinni í gær. Meira »

Eltu uppi trampólín á Eyrarbakka

Í gær, 16:09 Fá útköll hafa borist björgunarsveitunum í dag í tengslum við hvassviðrið sem nú er yfir Suður- og Suðvesturlandi. Verkefnin hafa hingað til verið minniháttar, meðal annars var tilkynnt um trampólín á ferð og flugi á Eyrarbakka. Meira »

Hlupu með eldingar á eftir sér

Í gær, 14:05 „Eldingarnar voru eins og klær yfir allan himininn og allt lýstist upp. Manni brá því þetta var svo mikið. Við biðum alltaf eftir að hlaupinu yrði aflýst,“ segir Bára Agnes Ketilsdóttir sem lýsir miðnætur-hálfmaraþoni í Serbíu sem hún tók þátt í ásamt þremur öðrum Íslendingum í sumar. Meira »

Gamli Herjólfur siglir í Þorlákshöfn

Í gær, 14:05 Ófært er orðið í Landeyjahöfn vegna veðurs og siglir gamli Herjólfur því til Þorlákshafnar það sem eftir er dags.  Meira »

Ályktun Íslands braut ísinn

Í gær, 11:50 Justine Balene, íbúi á Filippseyjum, segir ályktun Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna hafa verið fyrstu alþjóðlegu aðgerðina vegna stríðsins gegn fíkniefnum, sem hefur kostað meira en 30.000 manns lífið þar í landi, mestmegnis óbreytta borgara. Meira »

Björguðu ketti ofan af þaki

Í gær, 08:40 Eftir mikinn eril hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi, þegar það sinnti þremur brunaútköllum og fjölda sjúkraflutninga vegna slysa á fólki í miðbænum, var nóttin nokkuð tíðindalaus. Meira »

„Svikalogn“ á vesturströndinni á morgun

Í gær, 07:32 Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, í Faxaflóa, á Suður- og Suðausturlandi og á miðhálendinu síðdegis í dag þegar lægð, sem nú er stödd syðst á Grænlandshafi, gengur yfir landið. Meira »

Í ýmsu að snúast hjá lögreglu

Í gær, 07:16 Menningarnótt fór vel fram í alla staði, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að mikill fjöldi gesta hafi lagt leið sína í miðborg Reykjavíkur og að 141 mál hafi komið upp á löggæslusvæði 1 frá sjö í gærkvöldi og til klukkan fimm í morgun. Meira »

Tugþúsundir fylgdust með

í fyrradag Menningarnótt hefur farið mjög vel fram í alla staði, segir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar blaðamaður mbl.is ræddi við hann í kvöld. Flugeldasýningin hófst klukkan 23:10 og var lokaatriði Menningarnætur 2019. Tugþúsundir fylgdust með. Meira »

Mikið að gera hjá slökkviliðinu

í fyrradag Það hefur verið annasamt það sem af er kvöldi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þrjú brunaútköll og mikið álag vegna slysa í miðbæ Reykjavíkur. Þetta segir varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Meira »