Erlent ríki kannar sáttagrundvöll

Frá þingflokksfundi Vinstri grænna.
Frá þingflokksfundi Vinstri grænna. Árni Sæberg

Erlent ríki hefur kannað, í umboði Íslands, hvort grundvöllur er til sátta milli Íslands annars vegar og Breta og Hollendinga hins vegar í Icesave-málinu. Lilja Mósesdóttir þingmaður VG segir að þetta hafi komið fram á þingflokksfundi VG sl. miðvikudag.

Lilja sagði í samtali við RÚV í dag að ekki hafi verið upplýst á fundinum hvaða ríki hefði tekið þetta hlutverk að sér. Hvorki þingmenn stjórnar né stjórnarandstöðu hafa verið upplýstir um hvaða ríki er að ræða við Breta og Hollendinga um þetta mál.

Hugsanlegt er talið að það skýrist um helgina hvort Bretar og Hollendingar séu tilbúnir til að fallast á nýja viðræður við Ísland um Icesave.

mbl.is