Svara líklega um helgina

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra býst við svörum frá starfsbræðrum sínum í Bretlandi og Hollandi um helgina.

Ráðherrar beggja landa hafa undanfarna daga gefið undir fótinn með nýjar samningaviðræður um Icesave, m.a. þar sem lánakjör og lagalegar skuldbindingar yrðu ræddar, en krafist 100% trúnaðar í slíkum viðræðum, ef af yrði.

Bretar og Hollendingar hafa jafnframt velt upp spurningum um hvort slíkt hefði eitthvað upp á sig þar sem engin þverpólitísk samstaða væri um málið meðal stjórnmálamanna á Íslandi.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur það verið sett fram sem frumskilyrði fyrir þátttöku, af hálfu þeirra Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins og fulltrúa Hreyfingarinnar, að gengið yrði til samninga við Breta og Hollendinga á nýjum forsendum og gamli Icesave-samningurinn yrði einfaldlega settur til hliðar.

Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Loka