Greiddi ólöglegan arð fyrir mistök

Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins mbl.is/Ómar

Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðiflokksins, játar að hafa greitt sér út ólöglegan arð úr útgerðarfyrirtæki sínu Nesveri fyrir árið 2006. Hann hafi nú endurgreitt peningana. Þetta kom fram í viðtali í Kastljósinu í kvöld.

Fram kemur á vef RÚV að þetta hafi hann gert fyrir skömmu eða eftir að honum varð ljóst að arðgreiðslan hefði verið ólögleg þar sem eiginfjárstaða fyrirtækisins var neikvæð á þessum tíma.

Ásbjörn tók fram að hann væri ekki menntaður í bókhaldi og því hafi hann ekki vitað að bannað væri að greiða út arð. Hann hafi ekki vitað það fyrr en eftir símtal við blaðamann frá Fréttablaðinu. Þegar hann var spurður hvort endurskoðandi hafi ekki skrifað upp á ársreikning fyrirtækisins sagðist hann ekki vilja draga hann inn í málið þar sem hann væri látinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert