Húsleit í 2 borgum í Bretlandi

Lýður og Ágúst Guðmundssynir, aðaleigendur Exista og Bakkavarar. Erlendur Hjaltason …
Lýður og Ágúst Guðmundssynir, aðaleigendur Exista og Bakkavarar. Erlendur Hjaltason og Sigurður Valtýsson forstjórar Exista. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (SFO) ásamt lögreglunni í Lundúnum gerði húsleit á skrifstofum Exista og Bakkavarar í borgunum Lundúnum og Lincoln í morgun. Blaðafulltrúi SFO staðfesti þetta í samtali við mbl.is. Rannsóknin er gerð í samstarfi við embætti sérstaks saksóknara á Íslandi.

Húsleitir í Bretlandi tengjast rannsókn breskra yfirvalda á  JJB Sports. Exista var einn stærsti hluthafi í íþróttavörukeðjunni en SFO starfar með embætti sérstaks saksóknara að rannsókn á hruni íslensku bankanna. 

SFO hóf á síðasta ári formlega rannsókn á því hvort lög hafi verið brotin í starfsemi Kaupþings í Bretlandi fyrir fall bankans. Exista var stærsti hluthafinn í Kaupþingi fyrir þrot bankans í október 2008.

Rannsókn sérstaks saksóknara beinist að hlutafjárhækkun Exista í desember 2008 og viðskiptum með hluti Exista í Bakkavör.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert