Leið okkar út úr hruninu

Þörf er á að endurskipuleggja rekstur hins opinbera frá grunni til að ná fram markmiðum um jöfnuð í ríkisfjármálum árið 2013.

Horfur í ríkisfjármálum og nauðsynlegar aðgerðir framundan voru umræðuefni á morgunverðarfundi Samtaka atvinnulífsins á Grand hótel í morgun. Fullt var út úr dyrum á fundinum þar sem meðal annars var rætt hvað þyrfti til að ná jafnvægi í ríkisfjármálum árið 2013 eins og áætlanir gera ráð fyrir.

Ljóst er að mikinn niðurskurð þarf til viðbótar við fyrri aðgerðir til að ná þessum markmiðum.

Meðal frummælanda var Björn Rúnar Guðmundsson, skrifstofustjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu sem segir erfitt að meta í krónum og aurum hve samdrátturinn verður mikill á næstu árum enda sé það mjög háð ytri aðstæðum, s.s. þjóðarframleiðslu og fleiru.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert