Tilkynnt um ísbjörn

Tveir ísbirnir gengu á land á norðvesturlandi árið 2008.
Tveir ísbirnir gengu á land á norðvesturlandi árið 2008. mbl.is/Rax

Tilkynnt hefur verið að sést hafi til ísbjarnar í Þistilfirði. Umhverfisstofnun staðfesti að tilkynning um þetta hefði borist þangað en nánari upplýsingar höfðu ekki fengist. Lögreglan á Þórshöfn staðfestir að björninn hafi sést.

Að sögn lögreglunnar á Þórshöfn tilkynntu íbúar á bænum Sævarlandi í Þistilfirði um björnin kl. 13:14 og sögðu að hann væri á ferð rétt við bæinn.

Lögreglumaður er nú á staðnum og hefur staðfest að um lítinn hvítabjörn sé að ræða. Dýrið hvarf hins vegar sjónum manna í dimmu éli sem gekk yfir svæðið.

Verið að reyna ganga úr skugga um það að fólk sé ekki þarna á ferð. Svæðið er hins vegar ekki fjölfarið. Verði björnin ekki fundinn fyrir myrkur verður væntanlega gefin út viðvörun til íbúa á svæðinu að sögn lögreglu.

Heimild hefur verið fengin til að aflífa dýrið. Skyttur eru lagðar af stað til leitar. Á meðan er svæðið vaktað.

Flugvél Landhelgisgæslunnar var á flugi á þessum slóðum. Hefur vélinni nú verið beint á svæðið til að svipast um eftir dýrinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert