Vill 20% samdrátt í launakostnaði

Frosti Ólafsson.
Frosti Ólafsson.

Frosti Ólafsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, segir að draga megi saman launakostnað ríkisins um 20% og lækka megi útgjöld til menntamála um 20% án þess að veikja grundvöll kerfisins.

Þetta kom fram í erindi hans á morgunverðarfundi Samtaka atvinnulífsins í samráði við Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla íslands á Grand Hótel Reykjavík.

Frosti sagði að draga mætti úr launakostnaði ríkisins með afnámi umfram lífeyrisréttinda og til lengri tíma með fækkun opinberra starfsmanna.

Frosti benti einnig á að nú væri betra tækifæri en nokkru sinni fyrr til að afnema styrki til landbúnaðarins. Ennfremur sagði hann að lækka mætti útgjöld til menntamála um 20% án þess að það kæmi niður á afköstunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina