Fagnar ákvörðun umhverfisráðuneytisins

Árni Sigfússon
Árni Sigfússon SteinarH

Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, fagnar því mjög að umhverfisráðuneytið hafi staðfest ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum suðvesturlínu. Nú sé búið að ryðja úr vegi síðustu hindruninni fyrir því að hægt sé að fara á fulla ferð með framkvæmdir í Helguvík.

„Nú eru bara eftir formsatriði varðandi orkusamninga. Þannig að við erum þá komin á beinu brautina," segir Árni í samtali við mbl.is.

Hann segir að þetta eigi að þýða það að hægt verði að hefja byggingaframkvæmdir að fullu í apríl - maí í Helguvík og við tengdar framkvæmdir. „Það verða hundruð manna ráðnir til þeirra starfa nú mjög fljótlega og mikil ánægja með það," segir Árni.

Hann segir að verkefnið hafi tafist lengi en ekki verði amast við þeim sem hafa tafið verkefnið heldur verði horft fram á veg. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert