Rætt við Bos og Myners

Icesave
Icesave

Undanfarnar vikur hafa verið stöðug samskipti milli íslenskra, breskra og hollenskra stjórnvalda vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í Icesavemálinu. Síðdegis í dag er fyrirhugaður fundur í Haag þar sem fjármálaráðherra Hollands, aðstoðarfjármálaráðherra Bretlands, fjármálaráðherra Íslands og formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks skiptast á upplýsingum og ræða stöðu málsins.

Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Steingrímur J. Sigfússon héldu utan til fundarins í gær og hitta í dag Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, og Myners lávarð, aðstoðarfjármálaráðherra Bretlands, að því er segir í tilkynningu.


mbl.is