Segir Darling og Brown vera hryðjuverkamenn

Alistair Darling og Gordon Brown
Alistair Darling og Gordon Brown POOL

Fréttaskýrandinn Max Keiser segir að Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands og Gordon Brown, forsætisráðherra, hafi beitt hryðjuverkum á Ísland og Íslendingum beri ekki að greiða Bretum og Hollendingum vegna Icesave. Frekar eigi Ísland að fara fram á skaðabætur frá Bretum.

Egill Helgason tók viðtal við Keiser í Silfri Egils í dag en  Max Keiser hefur fjallað talsvert um Ísland undanfarin ár og lýsti í viðtalinu þegar hann ræddi við starfsmenn erlendra banka á 101 hóteli fyrir nokkrum árum. Þar lýstu þeir því hvernig þeir tækju stöðu gegn krónunni. 

Keiser segir eðlilegt að lögsækja bankamennina íslensku sem beri ábyrgð á hruni bankanna. Hann segist von að þeir fái harðari refsingu heldur en þeir fái í Bandaríkjunum. 

Hann segir að ef Íslendingar vilji ekki verða skuldaþrælar næstu áratugina þá greiði þeir að sjálfsögðu atkvæði gegn Icesave-lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

mbl.is