Upplýsingastuldur í rannsókn

Í gögnunum munu m.a. vera upplýsingar um Sjóvá og tengd …
Í gögnunum munu m.a. vera upplýsingar um Sjóvá og tengd fyrirtæki. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Lögregla höfuðborgarsvæðisins rannsakar nú mál sem varðar stuld á trúnaðargögnum úr tölvu lögmanns þekktra einstaklinga á borð við Karl Wernesson í Milestone ehf. og Eið Smára Guðjohnsen knattspyrnumanns. Grunur leikur á að þjófurinn hafi selt upplýsingarnar til fjölmiðla. 

Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn staðfesti að lögreglan sé að rannsaka mál af þessum toga. Hann vildi ekki gefa neinar nánari upplýsingar um málið. 

Fréttavefurinn Vísir.is greinir frá því að reynt hafi verið að selja fréttastofu Stöðvar 2 þessi illa fengnu gögn  en hún neitað að borga fyrir þau. Þá segir Vísir.is að í gögnunum séu m.a. upplýsingar um Sjóvá og eignarhaldsfélögin Vafning, Þátt, Svartháf og Skeggi ehf. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert