Segir frumvarpið ógna stöðugleikanum

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði ljóst að með lagafrumvarpi um breytingu á stjórn fiskveiða væri verið að stíga skref afturábak, draga úr hagkvæmni, hverfa frá ýmsum úrræðum sem gerðu fyrirtækjum í sjávarútvegi kleift að bregðast við sveiflum í heildarafla, feta slóðina inn á fyrningarleið og gera breytingar á vel heppnaðri línuívilnun sem komi til með að raska stöðu beitningavélabáta og enn fremur feli frumvarpið í sér breytingar á framsali sem munu setja ýmsar einyrkjaútgerðir í uppnám.

„Síðast en ekki síst er þetta frumvarp rof á þeim griðum sem ríkisstjórnin lofaði að ríkja mundu um sjávarútveginn á meðan tóm gæfist til að fara ofan í helstu álitamálin í sjávarútvegsstefnunni,“ sagði Einar og benti á að flest hagsmunasamtök hafi hvatt til þess að frumvarpið verði dregið til baka.

Einar sagði frumvarpið afar mótsagnakennt. „Í öðru orðinu er sagt að brýnt sé að draga úr framsali aflaheimilda og gengur hluti frumvarpsins út á það. Í hinu orðinu er kveðið á um mikilvægi þess að stuðla að auknum leigukvóta og ganga breytingar frumvarpsins í þá átt.“

Sagði hann varhugavert að hækka prósentuna þegar komi að línuívilnun. Tók hann fram að það væri mat manna að það að hækka prósentuna muni stuðla að því að útgerðarmenn grípi til þess ráðs að taka vélarnar úr bátum sínum og þar með er í raun steinn lagður í götu framþróunar í sjávarútvegi.

Að mati Einars birtist í frumvarpinu mikil forræðishyggja þar sem leitað er heimildar til handa sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til þess að stýra vinnslu á uppsjávarfiski. „Hingað til hefur ekki verið talin ástæða til þess að stjórn á vinnsluþáttum einstakra fisktegunda fari fram í ráðuneytinu, heldur séu þær ákvarðanir í höndum útgerða og fiskvinnslu,“ sagði Einar.

Fram kom í máli Einars að það atriði frumvarpsins sem veki hvað mesta athygli sé ákvæðið um skötuselinn. „Þetta ákvæði gerir ráð fyrir að aflaheimildir í skötusel verði auknar um 80% umfram ráðleggingar Hafrannsóknarstofnunarinnar. Er þetta að sjálfsögðu gert þvert á ráðleggingar vísindamanna og þeirra sem hafa reynt að vinna okkur sess á alþjóðavettvangi sem ábyrgri auðlindanýtingarþjóð. Í ákvæðinu er einnig með beinum hætti verið að feta leið inn á braut fyrningar.“

Einar gerði því næst að umtalsefni ákvæði frumvarpsins sem gerir ráð fyrir mikilli aukningu á veiðiskyldu sem sé umdeilt mál. Sagði hann sérstaka ástæðu til þess að vara alvarlega við áformum sem fram koma í frumvarpinu um að draga úr geymslurétti á fiskveiðiheimildum á milli fiskveiðiára. „Þetta ákvæði er gríðarlega þýðingarmikið til þess að stuðla að skynsamlegri sókn, það dregur úr sóknartengdum kostnaði, gefur markaðslegan sveigjanleika og jafnar sveiflur á afla.“mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Búið af aflétta óvissustigi

10:52 Óvissustigi var aflýst í Ólafsfjarðarmúla klukkan átta í morgun og búið er að opna Siglufjarðarveg.   Meira »

Ákvörðun um framboð tekin fljótlega

10:28 Á Sósíalistaþingi í gær var rætt um mögulegt framboð flokksins til sveitastjórna í vor. Mikill fjöldi fundarmanna tók til máls á fundinum, segir í frétt á vef flokksins. Samþykkt var að boða fljótlega til félagsfundar þar sem ákvörðun yrði tekin um framboð til sveitastjórna. Meira »

Slær í 35-40 m/s í hviðum

09:24 Síðdegis í dag verður snjófjúk s.s. á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Kjalarnesi. Undir Eyjafjöllum er spáð austanstormi frá klukkan 17 í dag og í hviðum fer vindhraðinn í allt að 35-40 m/s. Þar verður hvassast í kvöld. Í Öræfum við Sandfell skellur óveðrið á um klukkan 15, segir á vef Vegagerðarinnar. Meira »

49 greind með RS-veirusýkingu

09:00 Alls haf 49 verið greindir með RS-veirusýkingu á veirufræðideild Landspítalans á fyrstu tveimur vikum ársins. Í síðustu viku voru 29 greindir með RV en þar af voru 15 börn á fyrsta og öðru ári. Meira »

Fangageymslur fullar

08:44 Nóg hefur verið að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Flestir eru vistaðir vegna ölvunar / annarlegs ástands. Meira »

Snjónum fagnað á skíðasvæðum

08:20 Börn og unglingar fá frítt í allar lyftur í Hlíðarfjalli í dag að tilefni þess að alþjóðaskíðasambandið stendur fyrir degi sem nefnist Snjór um víða veröld. Meira »

Mjög alvarlegt slys í nótt

06:48 Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Arnarnesvegi við Reykjanesbraut í nótt, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Óveður á leiðinni

07:08 Spáð er staðbundnu óveðri síðdegis syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austan storm eða jafnvel rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður annars staðar á landinu í dag. Hvessir með úrkomu víðar um land á morgun. Meira »

Spá staðbundnu óveðri

Í gær, 22:36 Spáð er staðbundnu óveðri eftir hádegi á morgun syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða -rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu. Meira »

Eins og rússnesk rúlletta

Í gær, 22:00 „Það er þyngra en tárum taki að baráttunni um betri vegasamgöngur frá Reykjanesbæ um Reykjanesbraut sé enn ekki lokið,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson, stjórnarmaður Pírata á Suðurnesjum. Meira »

Ásgerður skipar fyrsta sætið

Í gær, 21:38 Alls greiddu 711 atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri fékk flest atkvæði eða 534 atkvæði alls, en 463 í fyrsta sætið. Meira »

Fjórir létust úr listeríusýkingu

Í gær, 21:13 Óvenjumargir eða sjö einstaklingar greindust með listeríusýkingu á síðasta ári. Fjórir af þessum sjúklingum létust, þrír af þeim voru eldri einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma en einn var nýfætt barn. Sýkingarnar voru taldar innlendar í sex af þessum tilfellum. Meira »

Blær les Ísfólkið sem verða nú hljóðbækur

Í gær, 19:46 Leikkonan Þuríður Blær Jóhannsdóttir byrjaði í vikunni að lesa upp bækurnar um Ísfólkið en þær verða nú að hljóðbókum. „Ég er svo spennt. Þetta eru 47 bækur, þetta er rosa mikið og mikilvægt hlutverk." Meira »

Landspítalann aldrei jafnöflugur og nú

Í gær, 19:38 Forstjóri Landspítalans, Páll Matthíasson, segir að spítalinn hafi aldrei verið öflugri en nú og rangt sé að hann ætli að draga úr starfsemi líkt og fram hafi komið í fréttum. Meira »

Beinbrunasótt greind á Íslandi

Í gær, 18:54 Ungur maður kom í nóvember heim til Íslands eftir að hafa dvalist á Filippseyjum. Hann veiktist á heimleiðinni með hita, skjálfta, niðurgangi og almennum slappleika. Staðfest var með blóðprófi að um beinbrunasótt (Dengue) var að ræða en aðeins einu sinni áður hefur hún greinst hér á landi. Meira »

Mikið framboð af lækna­dópi „sláandi“

Í gær, 19:45 „Mér fannst slá­andi hversu mikið fram­boð er af fíkni­efn­um, sérstaklega af am­feta­míni, kókaíni og lækna­dópi og hversu auðvelt það er að kom­ast í þessa hópa ef maður hef­ur áhuga á því,“ seg­ir Inga Rut Helgadóttir sem skoðaði sölu fíkni­efna á sam­fé­lags­miðlum. Meira »

Tvöfaldur pottur næst

Í gær, 19:27 Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni og verður lottópotturinn tvöfaldur í næstu viku. Einn miðaeigandi var með bónusvinninginn og hlýtur hann 656.100 kr., en miðinn var keyptur í N1, Hafnargötu 86 í Reykjanesbæ. Meira »

27 greindust með HIV í fyrra

Í gær, 18:44 Samtals greindust 27 einstaklingar með HIV-sýkingu á árinu 2017. Meðalaldur hinna sýktu er 35 ár (aldursbil 16‒59 ára). Af þeim sem greindust á árinu voru þrjár konur og 18 voru af erlendu bergi brotnir (67%). Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Pallhýsi frá Travel Lite
Ferð með pallhýsi Nú er besti tíminn til að panta hús frá USA Verðið best , a...
Ford Ranger double cab,4x4 Diesel 2005
Ford Ranger díesel 2005 double cab með húsi,ekinn 294þ.5 gíra.góð dekk, smurbók,...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Endurskoðun aðalskipulags
Tilkynningar
Endurskoðun aðalskipulags Akraness Alm...
Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...