Meta þarf hagsmuni birtingar í fjölmiðlum hverju sinni

Eiríkur Tómasson.
Eiríkur Tómasson. Rax / Ragnar Axelsson

Eiríkur Tómasson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, segir að kaupi fjölmiðlar stolin gögn og birti þau standi þeir annars vegar frammi fyrir sjónarmiði um friðhelgi einkalífsins og hins vegar tjáningarfrelsinu en meta þurfi hagsmuni þegar fjölmiðlar eigi í hlut.

Mbl.is sagði frá því í fyrradag að lögregla höfuðborgarsvæðisins rannsakaði nú mál sem vörðuðu stuld á trúnaðargögnum úr tölvu lögmanns þekktra einstaklinga á borð við Karl Wernersson í Milestone ehf. og Eið Smára Guðjohnsen knattspyrnumann, og grunur léki á að þjófurinn hefði selt upplýsingarnar til fjölmiðla.

Í Fréttablaðinu í gær kemur fram að ungur piltur, sem starfaði við uppsetningu öryggiskerfis fyrir tölvur hjá fyrrverandi lögfræðingi Milestone sé grunaður um gagnastuldinn.

Vísir.is greindi frá því að reynt hefði verið að selja fréttastofu Stöðvar 2 þessi gögn en hún neitað að borga fyrir þau. Vísir.is sagði jafnframt að í gögnunum væru m.a. upplýsingar um Sjóvá og eignarhaldsfélögin Vafning, Þátt, Svartháf og Skeggja ehf.

Guðmundur Ólason, framkvæmdastjóri Milestone ehf., staðfestir að gagnastuldur hafi verið kærður til lögreglunnar en DV hafi augljóslega nýtt sér gögnin í fréttaflutningi sínum að undanförnu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert