Norskur almenningur skilur sjónarmið Íslendinga

Einar Már Guðmundsson.
Einar Már Guðmundsson.

„Fundurinn gekk mjög vel. Við útskýrðum okkar mál og svo hlustuðum við á þingmennina. Það voru tveir á okkar bandi, annar frá Miðflokknum og hinn frá Sósíalíska vinstriflokknum, en jafnaðarmaðurinn var óhagganlegur eins og þeir eru heima," sagði Einar Már Guðmundsson rithöfundur um fjölsóttan fund Attac-samtakanna um Icesave-málið í Ósló síðdegis í gær.

Með Einari Má í för voru Bjarni Guðbjartsson og Gunnar Skúli Ármannsson, sem einnig eru í Attac, en rithöfundurinn var kominn með annan fótinn í myndver norska ríkissjónvarpsins þar sem hann var á leið í „Kastljósviðtal" þegar Morgunblaðið náði tali af honum.

Hann segir fundargesti hafa verið á bandi Íslands.

„Algerlega. Almenningur skilur vel okkar sjónarmið þegar hann heyrir hvað þetta er há upphæð í norskum krónum ef hún væri yfirfærð á hvern Norðmann."

Nánar verður fjallað um málið í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert