Fagna samstöðu á Alþingi

Heiðar Kristjánsson

Heimdallur fagnar þeirri samstöðu sem náðst hefur á þingi og meðal forystumanna ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar um að berjast fyrir hagsmunum íslensku þjóðarinnar í Icesave-málinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heimdalli.  

„Atburðir liðinna vikna sýna svo ekki verður um villst að það var rétt að halda málinu áfram og gera enn frekari tilraunir til þess að fá nýjan samning. Mikilvægt er að ríkisstjórnin skilji þá kröfu að málið sé unnið í samvinnu allra flokka og að reynt sé til þrautar að ná sem bestum samningi fyrir hönd íslensku þjóðarinnar.

  Sú jákvæða breyting hefur orðið á að málsstað Íslands hefur verið komið skýrar á framfæri fyrstu vikur hins nýja árs heldur en allt síðasta ár. Mikilvægt er að haldið verði áfram á þeirri braut enda eru það vel þekkt sannindi að almenningsálitið og umfjöllun fjölmiðla hefur mikil áhrif á ákvarðanir stjórnmálamanna," segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina