Buchheit leiðir samninganefnd

Lee C. Buchheit mun leiða nýja samninganefnd um Icesave.
Lee C. Buchheit mun leiða nýja samninganefnd um Icesave.

Lee C. Buchheit, bandarískur sérfræðingur í þjóðarskuldum, mun leiða samninganefnd af hálfu Íslendinga verði farið að nýju í Icesave-viðræður. Þetta kom fram á fundi fulltrúa ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar í morgun.

Fundinn sátu Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, og Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, af hálfu ríkisstjórnarinnar. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar voru Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.

Auk þeirra voru á fundinum fyrrnefndur Lee C. Buchheit lögfræðingur auk ráðgjafa frá breskri endurskoðunarskrifstofu. Buchheit mun hafa viðrað ýmsar tillögur á fundinum í morgun. Ekki fengust nánari upplýsingar um þær. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert