Góður þorskafli á Húsavík

Aðalsteinn Júlíusson skipstjóri bregður á leik við löndun í kvöld.
Aðalsteinn Júlíusson skipstjóri bregður á leik við löndun í kvöld. mbl.is/Hafþór

Þokkalegur línuafli hefur verið hjá húsvísku beitningavélarbátunum að undanförnu og vel viðrað til róðra. Nú undir kvöld kom Háey II til hafnar með fimmtán tonn sem fengust í Eyjafjarðarálnum.  

Að sögn Aðalsteins Júlíussonar skipstjóra er uppistaða aflans vænn og góður þorskur sem fékkst á sextán rekka af línu. Þrír aðrir bátar frá Húsavík eru útbúnir beitningarvél og var afli þeirra í dag fimm-níu tonn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert