Senda út athugasemdabréf

Tryggvi Gunnarsson og Páll Hreinsson sitja í rannsóknarnefnd Alþingis.
Tryggvi Gunnarsson og Páll Hreinsson sitja í rannsóknarnefnd Alþingis. mbl.is/Árni Sæberg

Rannsóknarnefnd Alþingis er þessa dagana að senda út  andmælabréf til þeirra sem fjallað er um í skýrslu nefndarinnar um bankahrunið.

Páll Hreinsson, formaður Rannsóknarnefndarinnar, staðfesti að nefndin væri að senda út athugasemdabréf skv. 13. gr. laga nr. 142/2008. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Hann vildi ekki svara því hversu mörg bréf yrðu send út.

Rannsóknarskýrslan átti að koma út um síðustu mánaðamót. Því var frestað um a.m.k. einn mánuð. Þetta er í annað sinn sem útkomu skýrslunnar er frestað.

mbl.is

Bloggað um fréttina