Tengist inngöngu MC Iceland í samtök Vítisengla

Norskur foringi Vítisengla fór af landinu í morgun.
Norskur foringi Vítisengla fór af landinu í morgun. mbl.is

Koma eins af foringjum norskra Vítisengla til Íslands tengist án vafa fyrirhugaðri inngöngu íslenska vélhjólaklúbbsins MC Iceland í Hells Angels-glæpasamtökin. Þetta er ein ástæða þess að manninum var vísað úr landi.

Segir embætti ríkislögreglustjóra, að staða MC Iceland hafi nú gjörbreyst og opnað fyrir frekari hættu á sviði skipulagðrar brotastarfsemi.

Í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra segir að ákvörðun um að vísa manninum frá landinu hafi byggst á mati lögreglu. Niðurstaða þess mats var eftirfarandi: 

  • Koma viðkomandi til Íslands tengist án vafa fyrirhugaðri inngöngu íslenska vélhjólaklúbbsins MC Iceland í Hells Angels-glæpasamtökin. Við þá inngöngu mun íslenski hópurinn fá stöðu fullgildrar deildar innan Hells Angels.
  • Samstarf MC Iceland og erlendra deilda Hells Angels sem og fyrirhuguð innganga íslenska hópsins í samtökin skapar hættu á aukinni skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi og felur því í sér ógn við samfélagið.

Forsendur mats lögreglu voru þessar:

Alls staðar þar sem Hells Angels hafa náð að skjóta rótum hefur aukin skipulögð glæpastarfsemi fylgt í kjölfarið. Skipulögð glæpastarfsemi beinist gegn almannahagsmunum enda hafa afbrot sem henni fylgja áhrif á samfélagið og öryggi almennings.

Fram hefur komið í íslenskum fjölmiðlum að MC Iceland (áður Fáfnir) hafi hlotið viðurkenningu sem stuðningsdeild Hells Angels á Íslandi. Fyrirliggjandi upplýsingar eru á þann veg að stefnt sé að því að vélhjólaklúbburinn MC Iceland fái fulla aðild að Hells Angels-samtökunum árið 2010. Nú þegar hafi orðið þáttaskil í starfsemi klúbbsins. Hann hafi náð lokastigi þess að verða fullgild og sjálfstæð deild í alþjóðasamtökum Hells Angels. Það þýði að staða klúbbsins hafi gjörbreyst og opnað fyrir frekari hættu á sviði skipulagðrar brotastarfsemi.

Inngönguferli MC Iceland hafi verið stýrt frá Hells Angels-samtökunum í Noregi.  Uppbygging hinnar íslensku deildar Hells Angels hafi um flest verið í samræmi við forskriftir Hells Angels. Félagar í MC Iceland hafi gengist undir skilmála Hells Angels.

„Til þess að hljóta fulla aðild mun íslenski hópurinn þurfa að geta sýnt fram á að starfsemi og skipulag sé í samræmi við kröfur Hells Angels. Þetta eykur hættu á aukinni skipulagðri glæpastarfsemi af hálfu íslensku félaganna.  Minnt er á að mjög algengt er að félagar í Hells Angels hafi hlotið refsidóma fyrir alvarleg afbrot og ljóst er að í röðum þeirra er að finna marga ofbeldismenn. Þetta á við um nokkra félaga í MC Iceland, Íslandsdeild samtakanna," segir ríkislögreglustjórai.

Embættið segir að með samstarfi við erlendar deildir Hells Angels hafi hópur manna hér á landi efnt til formlegrar samvinnu við aðila sem í mörgum tilfellum séu harðsvíraðir, þaulskipulagðir og hættulegir glæpamenn. Þau kynni og þau tengsl auki því hættu á að íslensku félagarnir taki upp aðferðir og starfshætti erlendra vítisengla. Raunar kunni slík krafa að koma fram af hálfu erlendu félaganna.

Í Danmörku hafi félagar í Hells Angels og stuðningsklúbbum þeirra mjög látið til sín taka í blóðugum átökum sem þar standa og tengd séu skipulagðri glæpastarfsemi innflytjendagengja og vélhjólamanna. Skálmöld ríki í höfuðborginni, Kaupmannahöfn, sem hafi kostað mannslíf og sé síst tengd stöðu þessara hópa á fíkniefnamarkaði.

Í febrúarmánuði 2009 var frá því greint í dönskum fjölmiðlum að ákveðið hefði verið að ráða til starfa 140 lögregluþjóna þar í landi sem eingöngu er ætlað að hefta glæpastarfsemi vélhjólamanna og gengja innflytjenda.

„Framhjá ofangreindu verður ekki horft þegar lagt er mat á þá hættu sem fylgja kann komu félaga í Hells Angels og stuðningsklúbbum þeirra hingað til lands. Á Norðurlöndum líta stjórnvöld á skipulögð glæpasamtök vélhjólamanna á borð við Hells Angels sem vaxandi samfélagsógn. Ríkislögreglustjórar Norðurlandanna hafa mótað þá skýru stefnu með stuðningi ríkisstjórna landanna að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi mótorhjólagengja. Embætti ríkislögreglustjóra á Norðurlöndum vinna í sameiningu að þessu markmiði. Ríkislögreglustjóri hefur frá árinu 2002 lagt fyrir lögreglustjóra á Íslandi að framfylgja þessari stefnu. Í samræmi við þetta hefur ítrekað komið til þess á undanliðnum árum að félögum í Hells Angels hafi verið meinuð landganga við komu sína til Íslands," segir í tilkynningu ríkislögreglustjóra. Það sé mat lögreglunnar að meina beri erlendum félögum í Hells Angels landgöngu m.a. með það að markmiði að sporna við fyrirhuguðu inngönguferli MC Iceland í Hells Angels.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Eldur kom upp í sumarbústað í Eyjafirði

Í gær, 22:31 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út í kvöld vegna bruna í sumarbústað inni í Eyjafirði í kvöld. Engan sakaði og að sögn lögreglunnar á Akureyri gekk slökkvistarf vel. Meira »

Dómur kveðinn upp í lok mánaðar

Í gær, 21:18 Dómur verður kveðinn upp yfir íslenska karlmanninum sem situr í fangelsi í Tirana í Albaníu fyrir smygl á kanna­bis­efn­um í lok janúar eða byrjun febrúar. Hann mætir fyrir rétt í Tirana, höfuðborg Albaníu, í lok þessa mánaðar og dómur verður kveðinn upp fljótlega eftir það. Meira »

Fjórir með annan vinning

Í gær, 21:02 Fyrsti vinn­ing­ur í EuroJackpot gekk ekki út í kvöld en fjórir miðahaf­ar hrepptu ann­an vinn­ing. Hljóta þeir hver um sig tæp­ar 60 millj­ón­ir króna í sinn hlut, en fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi og einn á Spáni. Meira »

Stór verkefni í húfi fyrir norðan

Í gær, 20:54 Stór verkefni í millilandaflugi eru í hættu ef ekki fæst vilyrði fyrir svokölluðum blindbúnaði (ILS) á Akureyrarflugvöll, innan mánaðar. Þetta segir Arnheiður Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Meira »

Blóm og út að borða með bóndanum

Í gær, 20:43 Konur virðast ætla að gleðja bóndann sinn í dag í tilefni bóndadagsins. Blóm og góð máltíð á veitingastað mun eflaust kæta margt mannsefnið því blóm seljast í ríkari mæli og konur eru í meirihluta þeirra sem bóka borð fyrir kvöldið á veitingastöðum borgarinnar. Meira »

Leita leiða til að auka útflutning ufsa

Í gær, 20:33 Nemendur Háskólans í Reykjavík leita nú leiða til að auka útflutning á sjófrystum ufsa til Bandaríkjanna, en Hnakkaþon 2018, útflutningskeppni HR og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hófst í gær. Áskorun Hnakkaþonsins í ár felst í að finna leiðir til að auka sölu á sjófrystum ufsa til hótela og veitingahúsakeðja í Bandaríkjunum. Meira »

Segir sínar sögur síðar

Í gær, 20:11 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að Metoo-byltingin hafi haft áhrif á allt samfélagið. Karlmenn hafa beðið hana afsökunar á atvikum úr fortíðinni. Meira »

Allt um Söngvakeppnina

Í gær, 20:18 Tólf lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Tilkynnt var um flytjendurna í kynningarþætti RÚV nú fyrir stundu. Mörg kunnugleg nöfn eru meðal keppenda, þar á meðal Þórunn Antonía og félagarnir í Áttunni auk þess sem Júlí Heiðar snýr aftur í keppnina. Meira »

Mótmæla mengandi iðnaði

Í gær, 19:40 Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar hefur lýst yfir áhyggjum sínum vegna fyrirhugaðrar stækkunar á athafnasvæði á Esjumelum norðan við Leirvogsá. Meira »

Ef maður gerir ekki neitt gerist heldur ekki neitt

Í gær, 19:19 „Allt of margir eru áhorfendur en ekki þátttakendur í eigin lífi vegna þess að þá skortir kjark til að spyrja sjálfa sig hvað þá í alvörunni langar til að gera, eignast og verða,“ segir Ingvar Jónsson, markþjálfi og höfundur nýútkominnar bókar, Sigraðu sjálfan þig – Þriggja vikna áskorun fyrir venjulegt fólk sem vill meira! Meira »

Lögunum lekið á netið

Í gær, 18:57 Lögum sem frumflytja átti í upphitunarþætti á RÚV vegna Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva var lekið á netið í dag. Var til að mynda hægt að hlusta á brot úr lögunum á Youtube. Meira »

Úr vöfflubakstri í skotfimi

Í gær, 18:41 „Vinkona mín, Bára Einarsdóttir, dró mig nú bara í þetta,“ segir Guðrún Hafberg, 62 ára skytta. Hún fékk skotfimiáhugann 59 ára gömul eftir að vinkona hennar hvatti hana. Meira »

Enn í varðhaldi vegna fíkniefnamáls

Í gær, 18:21 Mennirnir tveir sem voru handteknir vegna rannsóknar á umfangsmiklu fíkniefnamáli sitja enn í gæsluvarðhaldi.   Meira »

Þrjótar falast eftir kortaupplýsingum

Í gær, 17:38 „Aftur er kominn póstur á kreik í nafni Símans þar [sem] falast [er] eftir greiðslukortaupplýsingum fólks í tölvupósti. Í póstinum eru ósannindum [sic] um endurgreiðslu,“ segir í tilkynningu frá Símanum. Meira »

Veitur á Akranesi í gáma vegna myglu

Í gær, 17:12 Skrifstofur Veitna við Dalbraut á Akranesi verða rýmdar vegna myglusvepps. Verður starfsemin flutt í skrifstofugáma.  Meira »

Millilandaflug verði tryggt í sessi

Í gær, 17:46 Bæjarráð Akureyrar hefur skorað á þingmenn, ríkisstjórn, samgönguráð og Isavia að grípa nú þegar til nauðsynlegra ráðstafana til að styðja við og tryggja í sessi millilandaflug um Akureyrarflugvöll. Meira »

Að ættleiða höfrung eða fæða barn

Í gær, 17:34 Er framtíðin komin? Þróunarfræðingurinn Hrund Gunnsteinsdóttir vinnur við það að spá fyrir um þróun næstu áratuga. Í Magasíninu var víða komið við og rætt um mikilvægi forvitninnar, valið um að eignast dýr frekar en börn, fjórðu iðnbyltinguna, genaverkfræði og umhverfisvá vegna barneigna. Meira »

Snjóflóðahætta við Ólafsfjarðarmúla

Í gær, 16:32 Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir við Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarveg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni, en þar segir að óvissuástandi sé lýst yfir þegar talin sé hætta á snjóflóðum, en þó ekki svo mikil að ástæða þyki að loka veginum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...