Sérstök lög þyrfti um spilavíti

Ragna Árnadóttir
Ragna Árnadóttir Kristinn Ingvarsson

Setja þyrfti sérstök lög um spilavíti áður en hægt yrði að setja upp slíka sali hér á landi segir Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra.

Ráðuneyti hennar hefur, ásamt iðnaðarráðuneytinu, til umfjöllunar erindi vegna slíkrar starfsemi. Ragna segir ýmislegt þurfa að skoða í þessum efnum, svo sem hvort rétt sé, eins og haldið hefur verið fram, að það að leyfa starfsemina hefði þau áhrif að fækka ólöglegum spilasölum.

Hún segir málið í raun á frumstigi hjá dómsmálaráðuneytinu. „En það er fínt að þessi umræða fari fram.“

Sjá nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert