Verður að greiða götu stórframkvæmda

Miðstjórn Alþýðusambandsins segir, að ríkisstjórnin verði að greiða götu þeirra stórframkvæmda sem nú séu í undirbúningi auk þess að ráðast í framkvæmdir á eigin vegum.

„Bent hefur verið á fjölmörg verkefni sem ráðast má í á næstu mánuðum og misserum af hálfu stjórnvalda s.s. viðhaldsverkefni vegna opinberra bygginga um land allt, vegabætur, samgöngumiðstöð, byggingu hjúkrunarheimila og nýjan Landspítala.  Þetta eru verkefni sem hefja má tafarlaust vinnu við," segir m.a. í ályktun miðstjórnarinnar.

„Alþýðusambandið krefst verklegra framkvæmda til að mæta miklum samdrætti í byggingariðnaði og mannvirkjagerð því þar er atvinnuleysið mest. Slíkar framkvæmdir munu einnig hleypa auknu lífi í fjölmargar greinar atvinnulífsins sem þjónusta byggingariðnað og mannvirkjagerð með beinum og óbeinum hætti," segir einnig.

mbl.is

Bloggað um fréttina