Ekkert byggt fyrr en 2011

Nýbyggingar á höfuðborgarsvæðinu
Nýbyggingar á höfuðborgarsvæðinu mbl.is/Heddi

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu koma til með að halda að sér höndum á þessu ári og því næsta með framboð á nýjum byggingarlóðum og skipulag nýrra hverfa.

Offramboð á fasteignamarkaðnum og kreppan hafa gert það að verkum að þúsundir íbúða og lóða standa ónotaðar. Þetta er þó eitthvað mismunandi eftir sveitarfélögum.

Talið er að um 3.000 íbúðir séu í byggingu á höfuðborgarsvæðinu og þar af 1.800 sem eru langt komnar og nánast tilbúnar til notkunar, samkvæmt nýlegri samantekt VSÓ Ráðgjafar. Séu sérbýli og önnur einbýlishús dregin frá, sem fólk hefur byggt sér sjálft, er fjöldi íbúðanna um 1.500.

Til viðbótar er talið að um 4.000 lóðir séu nær tilbúnar til framkvæmda, bæði á vegum sveitarfélaga og einkaaðila, en fjölmörgum lóðum hefur verið skilað eftir bankahrunið.

Til að svara nýliðun og eftirspurn á höfuðborgarsvæðinu er talið að þurfi um 1.400 íbúðir en sú tala gæti lækkað verulega þar sem algjört frost hefur verið á fasteignamarkaðnum og lítið um nýframkvæmdir.

Sjá nánar ítarlega úttekt á þessum málum í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »