Vill reisa 14 hús á fótboltavelli

Húsaþyrpingin sem Reisum byggingafélag hyggst byggja á gamla fótboltavellinum á …
Húsaþyrpingin sem Reisum byggingafélag hyggst byggja á gamla fótboltavellinum á Siglufirði, en staðurinn er í hjarta bæjarins.

Sótt hefur verið um leyfi til að byggja tólf hús á gamla fótboltavellinum í hjarta Siglufjarðarbæjar. Það er Stefán Einarsson frá Siglunesi og fyrirtæki hans, Reisum byggingafélag, sem standa að þessari umsókn.

Umsókn Stefáns hefur verið sett í deiliskipulagsferli, en hann vonast til að geta hafið jarðvinnu sem allra fyrst og helst að hægt verði að flytja inn í fyrstu húsin í haust.

Hugmyndin er að þarna verði sex íbúðir í parhúsum og átta íbúðir í raðhúsum, en bílskúrar skilja húsin að þannig að í raun er nánast um einbýli að ræða. Húsin eru svonefnd Kanadahús úr timbri, en auk teikninga eru það aðeins klæðning að utan, hurðar og gluggar, sem koma frá Kanada. Fyrirtækið hefur byggt 15 slík hús á Akureyri.

Sjá mun ítarlegri umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »