55% Svía hafa enga skoðun á Icesave

Icesave
Icesave

9% Svía telja rétt að Íslendingum verði gert að endurgreiða Bretum og Hollendingum að fullu, samkvæmt nýrri könnun sem MMR hefur gert. 55% Svía hafa enga skoðun á mögulegum endurgreiðslum vegna Icesave.Af þeim Svíum sem hafa skoðun á málinu eru 79% sem telja að Íslendingum beri annaðhvort að endurgreiða Bretum og Hollendingum að hluta til eða alls ekki.

Í fréttatilkynningu kemur fram að MMR kannaði afstöðu almennings í Svíþjóð til kröfu Breta og Hollendinga á hendur íslenskum stjórnvöldum vegna Icesave skuldbindinganna.

„Séu niðurstöðurnar skoðaðar í heild kemur í ljós að 9% Svía töldu rétt að Íslendingum yrði gert að endurgreiða Bretum og Hollendingum að fullu vegna útborgunar yfirvalda í þessum löndum til innistæðueigenda vegna gjaldþrota íslenskra banka.

Á hinn bóginn voru 12% sem svöruðu því til að Íslendingar ættu að neita því að endurgreiða Bretum og Hollendingum á meðan 24% töldu að kostnaður vegna útborgana til innistæðueigenda ætti að deilast milli landanna þriggja. Nokkur meirihluti svarenda, eða 55%, sögðust ekki hafa skoðun á málinu," segir í fréttatilkynningu frá MMR.

Alls tóku 1031 einstaklingur þátt í könnuninni sem fór fram rafrænt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert