Helmingur með tekjur undir 200.000 kr.

Peningar
Peningar mbl.is/Golli

Gert er ráð fyrir að um nálægt 100.000 skattaðilar verði með undir 119.000 kr. í mánaðartekjur á þessu ári og að um 63. þúsund verði með tekjur á bilinu 119.000 – 200.000 kr. á árinu. Nær helmingur þjóðarinnar eða um 158.000 manns er því með áætlaðar tekjur undir 200.000 þúsund krónum á þessu ári.

Þetta kemur fram í skriflegu svari Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra við fyrirspurn Tryggva Þórs Herbertssonar frá 15. desember sl. um áætlaða tekjudreifingu skattgreiðenda á þessu ári.

Í svarinu kemur einnig fram að áætlað er að 141.900 skattgreiðendur verði með tekjur á bilinu 200.000 – 650.000 krónur. Um 9.400 skattgreiðendur hafi tekjur á bilinu 650.000 – 1.000.000 og 3.400 skattgreiðendur er áætlað að hafi tekjur yfir einni milljón króna á mánuði.

ATH að inni í þessum tölum eru ekki svokallaðar C tekjur sem eru t.d. fjármagnstekjur, leigutekjur og arður af hlutabréfum og hvers kyns lausafé.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert