Ísland fær ekki flýtimeðferð
Štefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, sagði á blaðamannafundi í Brussel í dag, að Íslendingar fengju enga flýtimeðferð í aðildarferlinu heldur væri farið eftir sömu reglum og beitt væri í viðræðum við önnur lönd.
Füle sagðist afar ánægður með ákvörðuninni í dag væri tryggt, að stækkun Evrópusambandsins ætti sér ekki einungis stað í suðausturátt heldur einnig í norðvestur.
Füle var spurður á blaðamannafundinum hve langan tíma búast mætti við að aðildarviðræðurnar myndu standa. Hann sagði, að viðræðurnar við Finna og Austurríkismenn hefðu tekið 12-14 mánuði á sínum tíma. Þá gæti staðfestingarferlið, náist aðildarsamningar, tekið 12-18 mánuði.
Hann var spurður hver munurinn væri á Íslandi og Króatíu, en bæði löndin hefðu sótt um aðild. Füle sagði, að Íslendingar hefðu þegar tekið upp stóran hluta af lagabálki Evrópusambandsins í tengslum við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.
Füle var á blaðamannafundinum ítrekað spurður um áhrif Icesave-deilunnar á aðildarviðræðurnar. Sagði hann að framkvæmdastjórnin fylgdist grannt með viðræðum Íslands við Breta og Hollendinga um Icesave en liti á það sem sem tvíhliða mál sem hefði ekki áhrif á aðildarviðræður Íslendinga við ESB. Það sama gilti um fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu á Íslandi.
Þá sagði hann að framkvæmdastjórnin fylgdist vel með pólitískri þróun á Íslandi. Ísland hefði sótt um aðild í samræmi við ákvörðun Alþingis. Þá sagðist hann vona, að einróma niðurstaða framkvæmdastjórnarinnar í dag muni ýta undir stuðning Íslendinga við aðild að ESB.
Fram kom á fundinum, að miðað við fólksfjölda yrðu Íslendingar 0,06% af heildarfjölda íbúa Evrópusambandsins og verg landsframleiðsla yrði 0,08% af heildarlandsframleiðslu aðildarríkjanna. En Füle sagði að stærðin skipti ekki öllu máli. Ísland væri þróað lýðræðisríki með sömu gildi og önnur aðildarríki og því myndi aðild Íslands styrkja sambandið.
Skýrsla framkvæmdastjórnar ESB um aðild Íslands
Bloggað um fréttina
-
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir: Fúli segir engin flýtimeðferð
-
Gunnar Heiðarsson: Góðar fréttir
-
Hreinn Sigurðsson: Frestur er á illu bestur
-
Guðmundur Jónsson: Frétt af Rúf ------- Þjóðverjar stálu gullforða Grikkja
-
Gunnlaugur B Ólafsson: Þjóð meðal þjóða
-
Gísli Foster Hjartarson: Afhverju?
-
Sigurður Þórðarson: Tveir milljarðar + Icesave í viðræður um ekkert
-
Sigurður Þorsteinsson: Í hátíðarstúku
-
Axel Þór Kolbeinsson: Ekkert
-
Jóhann Elíasson: GUÐI SÉ LOF................................................
-
Einar B Bragason : Ætlar Steingrímur að skila nýja bílnum sínum aftur til gefandans ...
-
Þórarinn Axel Jónsson: Frábært
-
Sigurður Haraldsson: Ha ha ha.
-
Jón Baldur Lorange: Þá vitum við hvað Ísland þarf að gera til að ...
Innlent »
- Jóns leitað logandi ljósi í Dyflinni
- Höfðu beðið og leitað
- Lesendur „ekki bara einhverjir túristar“
- Stefán spyr um afdrif Hrekkjusvínanna
- Úlfur úlfur
- Höfðu afskipti af „virki“ í flugstöðinni
- Stefnir í góðan dag í brekkunum
- Sex skip voru við loðnuleit
- Grænmetismarkaðurinn jafnar sig
- Auka verður framlög til viðhalds og vegagerðar
- Erlendir svikahrappar í símanum
- Réðst á gesti og starfsfólk
- Handtekinn eftir umferðarslys
- Rukkun fyrir ferð sem aldrei var farin
- Venjuleg jarðarför kostar yfir milljón
- Kostir stjórnvalda skýrir
- Reglur um kaupauka íþyngi ekki
- Heiðursborgarar funda í Iðnó
- Fjórhjólum ekið um göngustíga
Föstudagur, 15.2.2019
- Sakfelld fyrir að beita stjúpson ofbeldi
- Verkefni tengd ungmennum fengu hæstu styrkina
- „Betri án þín“ með Töru áfram?
- Karen og Þorsteinn í Föstudagskaffinu
- „Boðið er búið og mér var ekki boðið“
- Þurfi að vernda íslenska náttúru
- Mótmæltu mannréttindabrotum gegn börnum
- Sammæltumst um að vera ósammála
- Gert að greiða miskabætur vegna fréttar
- „Frikki Meló“ kveður Melabúðina
- Sagafilm kaupir sjónvarpsrétt á Hilmu
- Þyngja dóm vegna manndráps af gáleysi
- Magnús Óli endurkjörinn formaður FA
- Aflinn dregst saman um 57 prósent
- Móttökuskóli ekki ákveðinn
- „Boltinn er bara alls staðar“
- Verndaráætlun um Hornstrandir tekur gildi
- Allir sakfelldir í innherjasvikamáli
- Ummæli í Hlíðamáli dæmd dauð og ómerk
- Sigldi líklega á staur og féll útbyrðis
- Ísland verði ekki vanrækt lengur
- Sviptir tvö skip veiðileyfi
- Bíða útspils stjórnvalda
- Gagntilboðið óaðgengilegt SA
- Dansa eins og á síðustu öld
- Mikil öryggisgæsla vegna Pompeo
- Erlendir ríkisborgarar á Íslandi 44.675
- Pompeo mættur til Íslands
- Fimm barna móðir og félagsþjónustan
- Hætta samstarfi við Procar

- Þrennt alvarlega slasað eftir árekstur
- Þungfært víða og Hellisheiði lokuð
- Tveir með fyrsta vinning í Lottó
- Varað við ferðalögum í kvöld og nótt
- Höfðu beðið og leitað
- Ók á kyrrstæða bíla og svo á brott
- Hætta á óafturkræfum inngripum
- Höfðu afskipti af „virki“ í flugstöðinni
- Jóns leitað logandi ljósi í Dyflinni
- Selmu Björns boðið að skemmta í Ísrael