Pláss til leigu í gróðurhúsi

Þeir sem leigja sér pláss í kartöflugörðum til að rækta eigið grænmeti myndu sennilega ekki fúlsa við því að fá aðgang að gróðurhúsi allan ársins hring.

Ylhús fyrir alla kallast hugmynd sem kviknaði í kolli Solveigar Thorlacius í desember síðastliðnum en í framhaldinu fékk hún hóp ungra arkitekta til að þróa hugmyndin frekar með sér. Á dögunum fengu þau svo sameiginlega styrk úr hönnunarsjóði Auroru til að vinna að því að gera ylhúsin að veruleika.

Grunnhugmyndin er ekki ósvipuð hugmyndinni á bak við skólagarða eða almenningskartöflugarða nema að gengið er skrefinu lengra og gert ráð fyrir gróðurhúsi sem hægt yrði að leigja pláss í allan ársins hring svo fólk geti ræktað sitt eigið grænmeti.


mbl.is

Bloggað um fréttina