Meirihlutinn á móti ESB-aðild

Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, hélt setningarræðu á Búnaðarþingi 2010.
Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, hélt setningarræðu á Búnaðarþingi 2010. mbl.is/Ómar Óskarsson

95,7% svarenda í skoðanakönnun Capacent fyrir Bændasamtökin telja það skipta miklu máli að landbúnaður verði stundaður hér á landi til framtíðar. 55,9% aðspurðra voru andvíg aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB), 33,3% voru hlynnt aðild og 10,8% óákveðin.

Þetta kom fram í ræðu Haraldar Benediktssonar, formanns Bændasamtaka Íslands, við setningu Búnaðarþings 2010 í dag. Um var að ræða fimm spurningar í spurningavagni Capacent. Niðurstöður könnunarinnar þykja undirstrika mikilvægi íslensks landúnaðar og neikvæða afstöðu til aðildar Íslendinga að Evrópusambandinu.

62,8% svarenda sögðu að framtíð íslensks landbúnaðar hefði mikil eða nokkur áhrif á afstöðu sína til aðildar Íslands að ESB.

57,9% treystu slenskum stjórnvöldum illa eða alls ekki til að gæta hagsmuna þjóðarinnar í umsóknarferlinu um aðild að ESB. Einungis  26,8% kváðust treysta stjórnvöldum vel eða að öllu leyti í þeim efnum.

Úrtakið var 1.173 manns á landinu öllu á aldrinum 16-75 ára. Úrtakið var valið handahófskennt úr þjóðskrá. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert