Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt verulega

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins á fundi í Valhöll
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins á fundi í Valhöll mbl.is/Golli

Sjálfstæðisflokkurinn fengi tíu þingmenn til viðbótar við sextán, sem flokkurinn hefur nú, miðað við skoðanakönnun sem Plúsinn gerði fyrir þátt Sigurjóns M. Egilssonar, Sprengisand. Samfylkingin missti sex þingmenn, fengi fjórtán í stað tuttugu. Vinstri grænir misstu tvo, fengju tólf í stað fjórtán og Framsókn bætti við sig tveimur, fengi ellefu í stað níu. 2.500 svöruðu.

Þá var spurt hvaða leiðtoga þjóðin treystir best til að leiða okkur út úr vandanum. Þrjátíu prósent treysta Steingrími J. Sigfússyni, 28 prósent Bjarna Benediktssyni, 21 prósent Jóhönnu Sigurðardóttur og tuttugu prósent Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.

Vefur Sprengisands

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert