Viðræður geta haldið áfram

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Kristinn Ingvarsson

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir í samtali við norsku ABC-fréttastofuna að hægt sé að halda samningaviðræðum um Icesave áfram hver sem niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar á laugardag verður.

Steingrímur segir m.a. að það skipti ekki máli þótt ekki fáist niðurstaða í samningaviðræðunum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Það versta sem geti gerst sé að það slitni upp úr viðræðunum. Hann vill gefa samningamönnunum tækifæri til að vinna áfram, hvernig sem atkvæðagreiðslan fer.

Aðspurður um hvort „nei“-sigur í þjóðaratkvæðagreiðslunni þýði ekki stóráfall svarar Steingrímur því neitandi. Hann segir að góðir samningar í London skipti öllu. Það skipti engu máli hvort þeir nást fyrir atkvæðagreiðsluna.

Spurður um hvað viðsemjendur Íslands segi við því að halda samningaviðræðum áfram, án tillits til niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar, svaraði Steingrímur:

„Við erum ekki komin svo langt.“

Viðtal ABCNyheter við Steingrím J. Sigfússon

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert