Bílaleigur fá að kaupa notaða bíla

Mikið er til af óseldum bílum í landinu.
Mikið er til af óseldum bílum í landinu. Ómar Óskarsson

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að heimila bílaleigum að kaupa notaða bíla sem fluttir hafa verið til landsins og fá endurgreiddan virðisaukaskatt af þeim. Þetta er gert vegna þess að horfur eru á að skortur verði á bílaleigubílum í sumar og mikið er til að óseldum bílum í landinu.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að allar líkur séu á að árið í ár verði gott ár í ferðaþjónustunni. Á síðasta ári hafi verið skortur á bílaleigubílum og áætlað sé að það vanti um 1000 bílaleigubíla inn í flotann í sumar þegar mest verður að gera í ferðaþjónustunni. Það þurfi að mæta þessari þörf.

„Vegna gengis krónunnar og af fleiri ástæðum er endurnýjun flotans dýrt. Hins vegar standa hér þúsundum saman nýlegir eða jafnvel ónotaðir bílar. Það hefur orðið að ráði að leggja fram frumvarp sem heimilar bílaleigum tímabundið, til ársloka, að kaupa notaða bíla inn í flotann og fá virðisaukaskattinn frádreginn. Þannig að bílaleigurnar geta þá dregið rúmlega 20% frá verði bílanna við kaup.“

Áætlað er að þetta kosti ríkissjóðs 300 milljónir, en Steingrímur segir að þeir peningar komu margfalt til baka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert