Íþróttaálfurinn gaf Michelle epli

Íþróttaálfurinn í Latabæ hitti Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, í Washington í dag, gaf henni epli og spilaði við hana fótbolta. Var þessi fundur í tilefni af því að Latibær ætlar að leggja lið herferð fyrir aukinni hreyfingu bandarískra barna, sem forsetafrúin stendur fyrir.

Samkvæmt upplýsingum frá Latabæ stjórnaði Magnús Scheving, í hlutverki Íþróttaálfsins,  upphitun barna í Bruce Monroe barnaskólanum í Washingtion og gaf þeim íþróttanammi, það er að segja epli, grænmeti og vatn. Michelle Obama var viðstödd og þáði epli.

Bandaríska fótboltastofnunin stendur einnig fyrir herferðinni ásamt fleiri samtökum.  

Íþróttaálfurinn gaf Michelle Obama epli.
Íþróttaálfurinn gaf Michelle Obama epli.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert