Sáttafundum slitið

Samningafundi með flugvirkjum og viðsemjendum þeirra og flugumferðarstjórum og viðsemjendum …
Samningafundi með flugvirkjum og viðsemjendum þeirra og flugumferðarstjórum og viðsemjendum þeirra hefur verið slitið í dag. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Samningafundum flugvirkja og flugumferðarstjóra hjá Ríkissáttasemjara sem haldnir voru í dag hefur báðum verið slitið. Ákveðið hefur verið að næsti samningafundur með flugumferðarstjórum hefjist kl. 11.00 í fyrramálið og fundur með flugvirkjum og viðsemjendum þeirra kl. 13.00 á morgun.

Ottó G. Eiríksson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, sagði að ekkert nýtt hafi gerst á sáttafundinum hjá Ríkissáttasemjara í dag. „Það er engin breyting, bara stál í stál,“ sagði Ottó. „En við erum vongóðir. Við vonum að þetta leysist.“

Næsta boðaða verkfall flugumferðarstjóra hefst á föstudaginn kemur og stendur frá klukkan 07:00 – 11:00.

Ekki náðist í formann samninganefndar flugvirkja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert