Sigurður G. Guðjónsson keypti kröfu á Fons

Sigurður G. Guðjónsson.
Sigurður G. Guðjónsson. mbl.is/Ásdís

Sigurður G. Guðjónsson lögmaður keypti 203.000 króna kröfu af Skeljungi sem fyrirtækið hafði lýst í þrotabú Fons. Sigurður var því kominn í kröfuhafahóp Fons.

Skiptastjóri Fons komst að raun um þetta er halda átti óformlegan fund kröfuhafa félagsins og Sigurður mætti þar með kröfuna. Sigurður er lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, en þrotabú Fons hefur krafist riftunar á milljarðsgreiðslu til Jóns Ásgeirs.

Skiptastjóri Fons greip til þess ráðs að leggja til að allar kröfur undir 500.000 króna yrðu greiddar og það hlaut samþykki allra almennra kröfuhafa. Sigurður var þar með ekki lengur í hópi kröfuhafa og hefur ekki rétt á að sitja skiptafundi.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »