Meiri réttur ekki tekinn af fólki

Árni Páll Árnason
Árni Páll Árnason mbl.is

Með hugmyndum félagsmálaráðherra, Árna Páls Árnasonar, um afskriftir bílaskulda í 110% af markaðsvirði bílanna vill hann ná samhengi milli skuldastöðu heimilanna og greiðslugetu þeirra. Þetta kemur fram í ábendingum hans við frétt vefjarins um að Samtök lánþega undrist hugmyndir hans og saki hann um ódýrt útspil. Þau telji að hugmynd hans gagnist fyrst og fremst fjármögnunarfyrirtækjunum sjálfum.

„Á vegum félags- og tryggingamálaráðuneytisins er nú unnið að fjölþættum aðgerðum vegna skuldavanda heimilanna. Meðal þess sem taka þarf á í þessu samhengi er sú þunga greiðslubyrði sem leiðir af yfirveðsettum bílum. Markmið stjórnvalda er sem fyrr að ná samhengi milli skuldastöðu heimilanna og greiðslugetu þeirra. Útfærslur eru enn í vinnslu og verða þær kynntar síðar,“ritar hann í tölvupósti til mbl og bætir við:

„Ágreiningur er fyrir dómstólum um lagalega stöðu lánasamninga í íslenskum krónum, sem tryggðir eru með vísan til vísitölu erlendra gjaldmiðla. Aðgerðir stjórnvalda nú breyta í engu þeim ágreiningi og munu aldrei verða til að taka betri rétt af lánþegum sem tekið hafa lán, fari svo að dómstólar komist að niðurstöðu í samræmi við kröfur lánþega. Óþarfi er því að óttast að fyrirhugaðar aðgerðir stjórnvalda hafi neikvæð áhrif á réttarstöðu skuldara."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert