Arion banki styrki fjármálalæsi

Arion banki.
Arion banki. Ómar Óskarsson

Arion banki hefur gert samstarfs- og styrktarsamning við Stofnun um fjármálalæsi við Háskólann í Reykjavík. Samkvæmt samningnum mun stofnunin framvegis leiða fræðslufundi Arion banka um fjármál.

Í tilkynningu frá Arion banka kemur fram að þar sé lagt áhersla á að veita örugga leiðsögn í nýju efnahagsumhverfi. Þegar hafi 300 viðskiptavinir bankans sótt fyrirlestra og fræðslufundi undir yfirskriftinni FJÁRmál og annað hundruð skráð sig.

Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi komi til með að sjá um námskeiðin sem eigi að stuðla að gagnrýnni og upplýstri umræðu og ýta undir fyrirhyggju í fjármálum.

Breki sagði í tilkynningu frá bankanum mikla þörf á almennri fræðslu um fjármál í samfélaginu. „Það er gleðiefni að stofna til samstarfs af þessum toga og við vonumst eftir mikilli þátttöku á námskeiðum hjá okkur á næstu mánuðum og misserum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert